Laugardagur, 17. nóvember 2018 - 11:15

Félagsfræðidagurinn 2018: Aukum tengsl félagsfræðinga!

Félagsfræðingafélag Íslands var stofnað þann 30. nóvember 1995 og Samtal við Samfélagið: Hlaðvarp félagsfræðinnar fór fyrst í loftið 27. nóvember 2017. Til að marka þessi tímamót og til að auka tengsl félagsfræðinga á ólíkum vettvöngum á Íslandi munum við halda upp á Félagsfræðingadaginn í fyrsta skipti þann 30. nóvember 2018. 

Dagskráin í ár miðar að því að auka tengsl félagsfræðinnar á mismunandi menntastigum á Íslandi og því standa Félagsfræðingafélag Íslands, Félagsfræðin í HÍ og Félag Félagsfræðikennara í framhaldsskólum saman að dagskrá sem leggur áherslu á félagsfræðimenntun og kennslu á mismunandi stigum á Íslandi. 

Drög að dagskrá:

15:00-17:00 Málþing: Félagsfræðin, menntun og samfélag
17:00-18:00 Umræður og veitingar

Eftir formlega dagskrá verður farið á Stúdentakjallarann þar sem áhugasamir geta haldið áfram spjalli yfir mat og/eða drykk

Nánari dagskrá kemur fljótlega

Vonumst til að sjá sem flesta félagsfræðinga og upprennandi félagsfræðinga.
Búið er að gera Facebook-viðburð  - takið daginn frá og mætið með nemendur!