Miðvikudagur, 10. janúar 2018 - 10:30

Fréttabréf 2017

Félagi góður

Ráðstefna og aðalfundur
Aðalfundur félagsins var haldinn 28. apríl í FÁ í beinu framhaldi ráðstefnu um mannlíf og menningu á Kúbu (Tinna Þórudóttir Þorvaldar ) og um virkni og ábyrgð nemenda (Hjördís Þorgeirsdóttir). Ráðstefnuna sóttu 18 félagar og aðalfundinn 14. Dagskrá aðalfundarins var með hefðbundnum hætti: Skýrsla stjórnar, ársreikningar, stjórnarkjör og önnur mál. Boðið var upp á afmælisveitingar bæði á ráðstefnunni og á aðalfundinum enda er félagið 40 ára nú á árinu.
Skýrsla stjórnar: Skýrslu stjórnar má sjá á heimasíðu okkar: http://felfel.is/node/384 
Ársreikningar: Björk kynnti ársreikninga sem voru samþykktir.           
Stjórnarkjör: Hannes (FÁ), Björk (Kvennó) og Guðmundur (FG) voru endurkjörin í aðalstjórn. Í varastjórn voru kjörin Þórunn Steinsdóttir (MS) og María Ben Ólafsdóttir (FSu). Erlingur Hansson er endurkoðandi félagsins.  
Önnur mál.
Undir liðnum „önnur mál“ var fjallað um fjölda mörg erindi en helst var fjallað um væntanlegt sumarnámskeið. Samþykkt var að félagið gangi í Euroclio en sótt hafði verið um það með fyrirvara um samþykkt aðalfundar. Innganga okkar í samtökin hefur verið samþykkt af þeirra hálfu. Euroclio eru samtök kennara í sögu, menningu og borgaravitund og margir félagsfræðikennarar hafa sótt ráðstefnur samtakanna.
Sjá http://euroclio.eu/association/
Endurmenntunarnámskeið og fyrirhuguð ráðstefna
Sumarnámskeið okkar verður haldið á Kúbu 2.-9. júní. Þáttakendur hafa fengið flugmiða en flogið verður frá Keflavík á föstudaginn kl. 10:30. Þátttakendur bera ábyrgð á að mæta tímanlega.
Stefnt að endurmenntunarnámskeiði um flóttamenn nú í haust. Námskeiðið verður haldið í samvinnu við Amnesty International.
Starf stjórnar
Aðalstjórn hélt fyrsta stjórnarfund þann 17. maí. Hún skipti með sér verkum og er verkaskipting eins og áður: Hannes formaður, Björk gjaldkeri og Guðmundur ritari. Varamenn verða boðaðir á aðra stjórnarfundi.
Kær kveðja
Fyrir hönd stjórnar
Hannes