mánudagur, 12. nóvember 2012 - 16:15

Hæfniviðmið samfélagsgreina

Undir lok sumars skipaði menntamálaráðuneytið starfshóp til að fjalla um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum. Fulltrúi okkar í hópnum er Magnús Ingólfsson. Starfshópurinn hefur nú boðað til fundar með öllum samfélagsgreinakennurum í framhaldsskólum. Hér er auglýsing þeirra:

Starfshópur um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum heldur kynningarfund miðvikudaginn 14. nóv. kl. 16:30 í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum kynna fulltrúar starfshópsins drög að tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Kennarar allra samfélagsgreina eru hvattir til að mæta og nota tækifærið til athugasemda og spurninga til að styrkja vinnuna. Starfshópurinn vill í því sambandi benda sérstaklega á bls. 41 - 47, bls. 91 - 102 og bls. 31 - 38 í almennum hluta aðalnámskrár frá 2011.

Ég mæti ... og þú mætir
- ekki satt

Kær kveðja
Hannes