sunnudagur, 27. March 2011 - 23:30

Rannsóknaraðferðir - sumarnámskeið 2012

Póstur frá stjórninni (Björk) 27. mars 2012:

Kæru félagar
Eitt af öruggu merkjum þess að vorið sé innan seilingar er þegar stjórn félagsins sendir út upplýsingar um sumarnámskeið. Í ár er viðfangsefni okkar:

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Námskeiðið verður haldið 16. og 17. ágúst í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, Reykjavík.

Skráningarfrestur er til 15. maí. Og fer skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands: http://www.endurmenntun.is/Namsframbod/Framhaldsskolakennarar/Sumarnamsk...

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Markmiðið með námskeiðinu er að auka hæfni til að kenna rannsóknaraðferðir félagsvísinda.

Lýsing: Á námskeiðinu munu háskólakennarar gera grein fyrir þeim undirbúningi sem æskilegt þykir að nemendur hafi á sviði eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða þegar þeir hefja nám í háskóla. Ýmsir sérfræðingar kynna efni sem finna má í nýjum gagngrunnum s.s. nýr vefur kosningarannsókna. Einnig munu kennarar í framhaldsskólum gera grein fyrir þeim aðferðum og/eða verkefnum sem þeir hafa notað í kennslu á rannsóknaraðferðum.

Ætlunin er að hafa vinnustofu/hópavinnu þar sem þátttakendur vinna með efni námskeiðsins og jafnvel leggja grunn að samanburðarkönnun sem kennarar geta lagt fyrir nemendur árlega.

Minni á að kennarar sem sækja sumarnámskeið fagfélags eiga rétt á ferðastyrk þurfi þeir að koma um langan veg. Sjá nánar um fyrirkomulag greiðslna og upphæðir.

Hér sjáið þið dagskrá námskeiðsins – með fyrirvara um breytingar:

Fimmtudagur 16. ágúst
Kl. 9:00-9:30

Námskeið hefst – afhending námsgagna
Kynning á fyrirlesurum + dagskrá

Kl.9:30-10:30

Stefán Rafn Jónsson, lektor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á megindlegar rannsóknaraðferðir

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, doktorsnemi í Félagsfræði og stundakennari við HÍ
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á eigindlegar rannsóknaraðferðir

kl. 12:00-13:30

Matarhlé

kl. 13:30-14:30

Jón Sigfússon (Rannsóknir og greining, www.rannsoknir.is)
„Hvernig nýtast rannsóknir R&G framhaldsskólanemendum í námi?“

kl. 14:30-15:00

Hópavinna/vinnustofa

kl. 15:00-15:20

Kaffihlé

kl. 15:20-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu

Föstudagur 17. ágúst
Kl. 9:30-10:30

 

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, MA í félagsfræði
„Tölfræðiupplýsingar og vinnsla hjá Ríkislögreglustjóra“

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Kosningarannsóknir og kosningagagnagrunnur“

kl. 12:00-13:00

Matarhlé

kl. 13:00-14:30

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Hvernig er hægt að nýta kosningagagnagrunn í námi framhaldsskólanema“

kl. 14:30-14:50

Kaffihlé

kl. 14:50-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna og segja frá verkefnum.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ekki hika við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar.

Bestu kveðjur

Björk