2014 Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta Skota

Félagi góður
 
Nú ætlum við enn að þjappa okkur saman og halda áfram að styrkja góðan móral.
 
Félag félagsfræðina í framhaldsskólum boðar til ráðstefnu undir yfirheitinu „Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta í Skotlandi“ föstudaginn 30. maí kl. 17-19 á Sægreifanum við Geirsgötu.
 
Dagskrá
Bogi Ágústsson fréttamaður segir frá skoskum stjórnmálum og væntanlegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota.
 
Fyrirspurnir og umræður
 
Léttur kvöldverður í boði félagsins
 
Björk Þorgeirsdóttir ræðir skosk skólamál og segir frá fyrirhuguðu námskeiði félagsins í Skotlandi í byrjun júní
 
Léttar umræður undir léttum veitingum
 
Ég mæti … og vonast sannarlega til að sjá þig
 
Fyrir hönd stjórnar
Hannes