Hvaða nemendur veljast á félagsfræðibraut?
13. maí 1999
Magnús Gíslason: Hvaða nemendur veljast á félagsfræðibraut? Fáein einkenni nemendahópsins samkvæmt könnun í Flensborgarskólanum í nóvember 1998.
Félagsgreinakennarar í Flensborgarskólanum hafa á vettvangsnámskeiði félagsgreinakennara gert tilraun til að kanna einkenni nemendahópsins á félagsfræðibraut samanborið við aðra nemendur skólans. Nutu þeir aðstoðar nemenda í FÉL 303 með því að fá að skjóta inn spurningum í árlegri könnun áfangans og njóta afrakstrar þeirra við framkvæmd og tölvuinnslátt. Lagt var mat á talnasúpuna sem út kom í þeim tilgangi að sjá mismun á hegðunarmynstri og draga ályktanir.
Í Flensborgarhóp vettvangsnámskeiðsins eru Guðmunda Birgisdóttir (sálfræði), Jón Barðason (saga), Magnús Einarsson (félagsfræði), Magnús Gíslason (félagsfræði), Magnús Þorkelsson (saga), Sigrún Magnúsdóttir (saga) og Steinhildur Hildimundardóttir (hagsfæði), en umsjón með verkefni þessu hafði félagsgreinakennarinn í FÉL 303, Magnús Gíslason.
Skýrsla var sett á netið fyrir lokafund námskeiðsins sem haldinn er að Varmalandi í Borgarfjarðarhéraði dagana 13.-14. maí 1999, en á námskeiðinu sem staðið hefur yfir í allan veturinn eru félagsgreinakennarar frá sex framhaldsskólum úr hinum ýmsu landsfjórðungum.