Fimmtudagur, 25. október 2012 - 20:45

Minnt er á gagnabankanámskeið o.fl.

Frá stjórninni:

Kæri félagi! Föstudaginn 26. okt. boðar Félag félagsfræðikennara til námskeiðs um notkun gagnabanka. Námskeiðið verður haldið í Kvennaskólanum: Miðbæjarskólanum og hefst kl. 16:00. Að loknu námskeiði gefst vonandi svolítill tími fyrir spjall á einhverju öldurhúsinu.

Dagskrá:

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS). Kennarar vinna úr gögnum gagnagrunnsins og gera merkar uppgötvanir. Þeir læra að láta nemendur vinna með gagnagrunninn.

Umræður um hugsanlegan sameiginlegan gagnagrunn félagsfræðikennara

Mjög auðvelt er að vinna úr efninu og kennarar geta strax byrjað á þessu. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að fara á tilraunaheimsíðu félagsins: http://felfel.fa.is/ og fara þar leiðina: -> Námskeið 2012:  Rannsóknir ->  Gögn -> Heiður Hrund Jónsdóttir. Þar má finna upplýsingar um European Values Study (EVS) 

Á heimasíðu félagsins má einnig sjá myndir frá endurmenntunarnámskeiðinu í sumar. Smelltu á tengilinn „2012: Rannsóknir“ og þar á tengilinn „Myndir“. Ef þú ferð á „Detail“ þá getur þú séð myndir og myndtexta á tveimur blaðsíðum. Annars getur þú séð myndirnar án myndtexta með því að fara í „Slideshow“.

Ef þú hefur tapað aðgangsorði til að komast á heimasíðu félagsins þá hefur þú samband við kerfisstjóra þess, Magnús Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mundu að Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin fyrr þennan sama dag frá kl. 09.00-17.00.Dagskráin er nú tilbúin hér.

 

Kær kveðja

Fyrir hönd stjórnar
Hannes

Föstudagur, 19. október 2012 - 19:00

Þjóðarspegillinn – 26. október 2012

Félagi góður

Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin 26. október 2012 frá kl. 09.00-17.00.Verið er að vinna að dagskrá en þar verður væntanlega kynnt áhugavert efni bæði fyrir okkur og fyrir nemendur okkar.

Aðalskipuleggjandi Þjóðarspegilsins er Félagsvísindastofnun HÍ en einn starfsmanna hennar mun taka sér hvíld af ráðstefnunni til að vera með okkur félagsmönnum kl. 16:00 þennan dag.

Félagið boðar sem sagt til örnámskeiðs um notkun gagnabanka föstudaginn 26. okt. kl. 16:00. Nánari upplýsingar um staðsetningu eru væntanlegar síðar en líklega verðum við annað hvort í Kvennó eða í FÁ.

Dagskrá örnámskeiðsins föstudaginn 26. okt. kl. 16:00

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS)
Umræður um hugsanlegan sameiginlegan gagnagrunn félagsfræðikennara

Ekki er þörf á neinni forþekkingu til að taka þátt í námskeiðinu og verða þar með hæfari kennari en áður.

Forsaga þessa er að á sumarnámskeiði félagsins „Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum“ 16. og 17. ágúst 2012  kynntu ýmsir sérfræðingar efni sem finna má í nýjum gagnagrunnum. Þátttakendur námskeiðsins unnu svo að því að skoða ólíka gagnagrunni. Í framhaldi þessa hafa einhverjir kennarar unnið með gagnagrunninn frá European Values Study. Þeir segja að þarna geti þeir og nemendur þeirra notað heimildir til þess að búa til nýjar rannsóknarniðurstöður þar sem skoða má ólíka hópa á Íslandi og bera þá saman við önnur lönd. Það er spennandi fyrir bæði kennara og nemendur að sjá hvort Íslendingar vilji eiga muslima eða samkynhneigða að nágrönnum og það er spennandi að bera viðhorf okkar saman við íbúa annarra landa. Mest af þeim upplýsingum sem hægt er að vinna úr gagngrunninum eru alveg nýjar þar sem Félagsvísindastofnun hefur lítið getað unnið úr efninu sem safnað var. Sumar niðurstöður eiga sannarlega erindi í fréttir.

Mjög auðvelt er að vinna úr efninu og kennarar geta strax byrjað á þessu. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að fara á tilraunaheimsíðu félagsins: felfel.fa.is og fara þar leiðina:

Námskeið à -> 2012:  Rannsóknir -> Gögn -> Heiður Hrund Jónsdóttir

Þar má finna upplýsingar um European Values Study (EVS)

Ef þú hefur tapað aðgangsorði til að komast á heimasíðu félagsins þá hefur þú samband við kerfisstjóra þess, Magnús Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mundu að taka frá föstudaginn 26. okt!

 

Kær kveðja

Fyrir hönd stjórnar

Hannes

sunnudagur, 22. júlí 2012 - 20:30

Námskeið og ráðstefna

 

Skeyti frá stjórninni: 

Félagi góður

Endurmenntunarnámskeið okkar er 16. og 17. ágúst. Við höfum öll fyrir löngu sett það inn í dagbókina okkar. Á sama tíma, 15.-18. ágúst, verður haldin ráðstefna Norræna félagsfræðingafélagsins. Það getur verið forvitnilegt og fræðandi að skoða dagskrána þar. Félagsfræðingafélag Íslands hefur sent okkur neðangreint bréf.:

Félagsfræðingafélag Íslands minnir á ráðstefnu norræna félagsfræðingafélagsins 15.-18. ágúst 2012. Ráðstefnan opnar með skráningu þann 15. ágúst en eignleg dagskrá hefst kl 9:30 þann 16. ágúst og henni lýkur laugardaginn 18. ágúst. Sjá nánar auglýsingu í viðhengi

Senda skal útdrátt greina fyrir 15. mars 2012 þar sem ráðstefnugestum gefst kostur að velja málstofu við hæfi. Sjá nánar.

Skráning er opin hér.

Við hvetjum ykkur til að senda tilkynninguna áfram eins og ykkur finnst við hæfi.

Bestu kveðjur.

Jón Rúnar Sveinsson

Forseti Norræna félagsfræðingafélagsins

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stefán Hrafn Jónsson

Formaður félagsfræðingafélags Íslands

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fimmtudagur, 14. júní 2012 - 9:45

Sumarnámskeiðið - uppfært

Póstur frá stjórninni (Björk) 14. júní 2012

 

Heil og sæl

Minni ykkur á sumarnámskeiðið þann 16. og 17. ágúst nk. Ennþá hægt að skrá sig hér.

Kennarar sem sækja sumarnámskeið fagfélags eiga rétt á ferðastyrk þurfi þeir að koma um langan veg. Sjá nánar.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Tími:
16. og 17. ágúst 2012

Staður:
Húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík

Þátttakendur:
Námskeiðið er ætlað kennurum í félagsfræði og skyldum greinum í framhaldsskólum. Hámark 30 þátttakendur.

Markmið námskeiðsins:
Gera kennara hæfari til að kenna megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir
að kennarar þekki til gagnagrunna sem hægt er að nýta í kennslu

Efni:
Á námskeiðinu munu háskólakennarar gera grein fyrir þeim undirbúningi sem æskilegt þykir að nemendur hafi á sviði eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða þegar þeir hefja nám í háskóla. Ýmsir sérfræðingar kynna efni sem finna má í nýjum gagnagrunnum s.s. nýr vefur kosningarannsókna. Einnig munu kennarar í framhaldsskólum gera grein fyrir þeim aðferðum sem þeir hafa notað í kennslu á rannsóknaraðferðum.

Þátttakendur á námskeiðinu munu einnig taka þátt í vinnustofu þar sem unnið verður með efni námskeiðisins. Þar fá þátttakendur einnig tækifæri til að skiptast á skoðunum og vinna saman að stærri og minni verkefninum fyrir nemendur og jafnvel leggja grunn að samanburðarkönnun sem kennarar lagt geta fyrir nemendur árlega.

Þátttakendur verða að skrá sig sem notendur á heimasíðu "European Social Survey" áður en þeir mæta á námskeiðið.

Umsjón:
Björk Þorgeirsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 821-2727

 

Fimmtudagur 16. ágúst

Kl. 9:00-9:30

Námskeið hefst – afhending námsgagna
Kynning á fyrirlesurum og dagskrá

Kl.9:30-10:30

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, doktorsnemi í Félagsfræði og stundakennari við HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á eigindlegar rannsóknaraðferðir.

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Stefán Hrafn Jónsson, lektor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á megindlegar rannsóknaraðferðir.

kl. 12:00-13:30

Matarhlé

kl. 13:30-14:30

Jón Sigfússon(Rannsóknir og greining www.rannsoknir.is)
„Hvernig nýtast rannsóknir R&G framhaldsskólanemendum í námi?”

kl. 14:30-15:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða

Björn Bergsson Menntaskólinn við Hamrahlíð: „Það er hægt að læra víðar en í kennslustofunni og vinna hópvinnu án þess að haldast í hendur.”
kl. 15:00-15:20

Kaffihlé

kl. 15:20-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða.

Helgi Hermannsson, Fjölbrautaskóli Suðurlands
Þórður Kristinsson, Kvennaskólinn í Reykjavík

Föstudagur 17. ágúst

Kl. 9:30-10:30

Heiður Hrund JónsdóttirMSc í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum
Verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
“Hvernig nota má rannsóknargögn í kennslu"

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Rannsóknir á lífsgildum, viðhorfum og hegðun evrópubúa (ESS)"

kl. 12:00-13:00

Matarhlé

kl. 13:00-14:30

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
„Úrvinnsla á gögnum ESS / hvernig er hægt að nota þau í kennslu“

kl. 14:30-14:50

Kaffihlé

kl. 14:50-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða.

Hjördís Einarsdóttir, Menntaskólinn í Kópavogi
Örlygur Axelsson, Menntaskólinn á Laugarvatni
Hannes Ísberg Ólafsson, Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Bestu kveðjur,
Björk
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fimmtudagur, 14. júní 2012 - 9:30

Beiðni frá menntamálaráðuneytinu

Póstur frá stjórninni 14. júní 2012

Kæru félagar
Stjórn félagsins barst eftirfarandi beiðni frá menntamálaráðuneytinu:

Beiðni um fulltrúa í starfshóp sem gera viðmiðunarramma og þrepaskiptingu áfanga fyrir samfélagsgreinar í framhaldsskólum.

Um er að ræða fimm manna hóp:

Samfélagsfræðigreinakennarar: 2
Félag framhaldsskóla: 2
Fulltrúi grunnskóla: 1

Fyrsti fundur er 21.  júní og lokaskil á skýrslu 1. nóv. Greiðsla fyrir þessa vinnu er 100 þúsund krónur að auki er gert ráð fyrir þrjár ferðir verði greiddar fyrir fulltrúa utan að landi.

Þeir sem hafa reynslu af námskrárvinnu (nýja námskráin) og áhuga á að starfa í þessum hóp, vinsamlegast hafið samband strax.

Bestu kveðjur,

stjórn félagsins: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..