Með félagsfræði í farteskinu
Frá Helga Gunnlaugssyni: Með félagsfræði í farteskinu. Námsritgerð til B.A. prófs við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands febrúar 2001. Höfundur Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir.
30. júlí 2002
Með félagsfræði í farteskinu
Námsritgerð til B.A. prófs við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands febrúar 2001.
Verkefnið er um afdrif útskrifaðra nemenda með BA próf í félagsfræði frá Hí. Þetta er mjög fróðlegt yfirlit og sýnir hversu fjölbreytt verk bíða þeirra sem ljúka prófi í félagsfræði. Oft er spurt hvað nemendur geri með svona próf og hér er svarið. Verkefnið gæti nýst kennurum, t.d. á kynningum eða þegar umræða um hagnýtingu námsins kemur upp.
Sem dæmi um það sem fram kemur má nefna að af tæplega 400 félagsfræðingum sem útskrifast hafa frá HÍ frá um 1970 er enginn sem segist atvinnulaus, allir eru að sýsla eitthvað. Og ekki bara hjá hinu opinbera sem er önnur bábilja heldur í mjög ríkum mæli í einkageiranum.
Frekari upplýsingar má fá hjá höfundi, Kolbrúnu Ósk Hrafnsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , eða hjá Helga Gunnlaugssyni This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .