Fagfundur Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 

Fimmtudaginn 31. mars 2022 stóð Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum fyrir fagfundi fyrir félagsfólk.  Yfirskrift fundarins var Jafnrétti, kynjafræði og kennarinn.  

Í ljósi umræðunnar undanfarin misseri hefur aukin áhersla verið á mikilvægi kynjafræðikennslu. Kynjafræði er kennd í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og margir skólar hafa tekið fagið upp sem skyldufag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum mun beina sjónum sínum að kynjafræði og kennaranum á fagfundum ársins sem og  á sumarnámskeiði félagsins í ágúst.  

Á þessum fagfundi fjallaði Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, um kynjafræði í háskólanum og skoðaði tengingu skólastiga. Hverjar eru hugmyndir háskólasamfélagsins um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, sem og stöðu kennarans, aðferðir, leiðir og bjargir við að nálgast efnið.  

Að loknum fyrirlestri var boðið upp á umræður meðal félagsfólks um kynjafræði og stöðu kennarans, áskoranir og aðferðir við kynjafræðikennslu. Það sem kom fram í umræðunum var að einhverju leyti notað sem leiðarvísir að efnistökum og erindum á sumarnámskeiði félagsins það ár.  

Dagskrá  

Kl. 16.15 - Gunnvör Rósa formaður FFF setur fundinn 

Kl. 16.30 - Erindi Þorgerðar Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands 

Kl. 17.00 - 17.30 Umræður  

Kl. 17.30 - 18.10 Heimskaffi  

Kl. 18.15 Samantekt 

  

Fundurinn fór fram í fundarsal KÍ, Borgartúni

Boðið var upp á léttar veitingar á meðan fundi stóð.  

 fagfundur2022

Mynd frá málþingi Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 31. mars 2022. Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við HÍ í pontu.