Ungt fólk og frávik – á hvaða leið er íslenskt samfélag?  

Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum hélt málþing laugardag 26. apríl 2025 sem bar heitið Ungt fólk og frávik – á hvaða leið er íslenskt samfélag? Málþingið var haldið í Fundarsal KÍ, Borgartúni. Um 20 þátttakendur sóttu málþingið frá ýmsum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

mathing2025mynd1.jpg

 

mathing2025mynd2.jpg

Á málþingu var sjónum beint að bæði fræðilegu sjónarhorni á viðfangsefnið og empirískum þáttum en Viðar Halldórsson félagsfræðingur og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur héldu erindi út frá félagsfræðilegu sjónarhorni og Katrín Sif Oddgeirsdóttir og María Rún Bjarnadóttir, báðar hjá Ríkislögreglustjórna gáfu okkur innsýn inn í raunveruleikann.

Dagskráin var sem hér segir:

10.30 Húsið opnar, kaffi

10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólk með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu.

11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum

11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi.

11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra Ungt fólk og internetið Í erindinu er fjallað um samspil stafrænnar tækni og afbrota með sérstakri áherslu á stöðu ungs fólks á Íslandi. Þá verður gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem lögreglan hefur ráðist í til þess að vinna gegn og bregðast við stafrænum kynferðisbrotum gegn börnum og ungu fólki.

 12.10 Léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum

12.50 Pallborð - umræður

14.10 Heimskaffi – samantekt