Skýrsla stjórnar 2006-2008
Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í Sægreifanum, Geirsgötu 8, Reykjavík 27. október 2006. Þá voru liðnir 18 mánuðir frá aðalfundi þar á undan og orðið að nokkurskonar reglu að halda aðalfundi með eins og hálfs árs millibili.
Á fundinum kynnti Hannes Í Ólafsson skýrslu stjórnar og Garðar Gíslason kynnti ársreikninga sem voru samþykktir. Stjórn félagsins var endurkjörin en í henni voru Hannes Í Ólafsson, FÁ, formaður, Garðar Gíslason, MK, ritari og Björk Þorgeirsdóttir, Kvennó, gjaldkeri. Aðalheiður Dröfn Eggertsdóttir og Kristján Guðmundsson voru kosin varamenn og Erlingur Hansson var endurkjörinn endurskoðandi félagsins.
Á fundinum lagði stjórn félagsins fram breytingartillögur á 5., 6. og 7. greinum félagslaga. Eftir nokkrar umræður voru samþykktar breytingar á þessum greinum laganna og eru lög félagsins nú svohljóðandi:
1. gr.
Félagið heitir Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum.
2. gr.
Markmið félagsins eru að:
- efla samskipti meðal samfélagsfræðikennara
- stuðla að því að kennarar taki vikran þátt í að móta kennsluna, inntak hennar og aðferðir
- fylgjast með þróun mála í samfélagsfræðikennslu heima og erlendis
- efna til ráðstefna og námskeiða
- leita tengsla við aðra aðila er kunna að sýna málefnum félagsins áhuga
- láta sig skipta menntun samfélagsfræðikennara og auka skilning skólayfirvalda á framhaldsmenntun og gildi hennar.
3. gr.
Félagssvæðið er landið allt.
4. gr.
Félagsmenn geta orðið starfandi samfélagsfræðikennarar í framhaldsskólum.
5. gr.
Stjórn félagsins og endurskoðandi eru kosin á aðalfundi. Stjórnina skipa þrír menn og tveir til vara. Stjórn skiptir með sér verkum.
6. gr.
Aðalfundur skal haldinn ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Á dagskrá skal vera:
- Skýrsla stjórnar
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
7.gr.
Stjórnin boðar til fundar, samkvæmt eigin ákvörðun eða að ósk minnst 10 félagsmanna. Alla fundi skal boða með minnst viku fyrirvara.
8. gr.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum.
9. gr.
Árgjöld félagsmanna eru ákveðin á aðalfundi. Aðrar tekjur félagsins eru frjáls framlög og styrkir.
10. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi.
Undir liðnum önnur mál urðu nokkrar umræður um endurmenntunarnámskeið og var vilji félagsmanna til þess að endurmenntunarnámskeið árið 2000 yrði á Kúbu.
Fyrsti fundur stjórnar var svo haldinn 10. nóvember. Stjórnin skipti með sér verkum á sama hátt og áður: Hannes Í Ólafsson formaður, Garðar Gíslason ritari og Björk Þorgeirsdóttir gjaldkeri.
Á tímabili núverandi stjórnar hafa verið haldnir tuttugu skráðir fundir og nokkrir óskráðir en formlegir fundir voru sex á fyrra kjörtímabili.
Helstu verkefni stjórnarinnar á tímabilinu voru eftirfarandi:
- Endurmenntunarnámskeið erlendis árið 2008
- Stjórnin ræddi og skipulagið námskeið í Tyrklandi á sex stjórnarfundum frá 6. feb. 2007. 28.okt 2007 var ákveðið að hætta við námskeiðið vegna mikils kostnaðar og ótryggs ástands í Tyrklandi. Þá hafði stjórnin komið sér upp samböndum meðal Tyrkja bæði á Íslandi og í Tyrklandi.
- Stjórnin skipulagði endurmenntunarnámskeið undir heitinu „Breytt Eistland. Frá kommúnisma til velferðarsamfélags?“ í Eistlandi fyrstu vikuna í júní 2008. Fyrst var byrjað að ræða ferðina í október 2007 en hún var rædd á tíu stjórnarfundum.
- Stjórnin skipulaði endurmenntunarnámskeið um félagslegan ójöfnuð og heilsufélagsfræði. Námskeiðið var haldið í ágúst 2007
- Stjórnin hafði mikið samstarf fyrst við Félag sálfræðikennara og Félag sögukennara og síðan bara við Félag sögukennara um ráðstefnu um mannréttindi. Félagið sótti um styrk til Endurmenntunar til að halda ráðstefnuna og fá hingað sýningu frá Önnu Frank safninu. Ekkert svar barst frá Endurmenntun og í ljósi efnahagslegs ástands hefur þessum áætlunum verið slegið á frest.
- Að vanda var mikið rætt um nýja heimasíðu félagsins og vænta má tíðinda af því máli fljótlega.
- Stjórnin ræddi ráðstefnur sem gætu komið henni að gagni að sækja. Rætt var um ráðstefnur í Tyrklandi, New York og Northamton en langt er síðan byrjað var að ræða að stjórnarmenn kynntust starfi erlendra systursamtaka. Ekki varð að för á þessu kjörtímabili.
- Stjórnin gerði tvisvar tillögur um styrkröðun umsókna til menntamálaráðuneytisins vegna styrkja til námsefnigerða. Að gefnu tilefni verður að taka fram að venjan er að stjórnarmenn víki af þessum fundum ef þeir gætu haft einhverra hagsmuna að gæta.
- Björk var valinn fulltrúi félagsins til framboðs í skólamálanefnd Kennarasambandsins og var hún kosin þangað.
- Stjórnarmeðlimir sóttu málþing um endurmenntun framhaldsskólakennara og formannafund Samstarfsmenntunar um endurmenntun. Einnig skrifaði formaður félagsins Samstarfsnefndinni bréf og lýsti yfir áhyggjum af forgangsröðun þegar nefndin úthlutar fé úr sjóðum sínum.
- Að lokum verður að nefna að stjórnin hefur nýverið skipulagt þennan aðalfund.
Stjórnarfundir hafa oftast farið fram í húsnæði félagsins, Hamraborg 11, Kópavogi en allar nánari upplýsingar um starf stjórnar má sjá í fundargerðarbók félagsins.
Reykjavík, 24. okt. 2006
Hannes Í Ólafss