Skýrsla stjórnar fyrir árið 2005-2006
Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 8. aríl 2005 í húsnæði Rauða krossins Hamraborg 11. Þá voru 17 mánuðir frá aðalfundi þar á undan. Á undan fundinum kynntu Borgar Þorsteinsson og Elín Þorgeirsdóttir dagskrá námsferðar til Kenýa.
Á fundinum kynnti Garðar Gíslason skýrslu stjórnar og Björk Þorgeirsdóttir kynnti ársreikninga sem voru samþykktir. Stjórn félagsins var endurkjörin en í henni voru Garðar Gíslason, MK, formaður, Björk Þorgeirsdóttir, Kvennó, gjaldkeri og Hannes Í Ólafsson, FÁ, ritari. Erlingur Hansson var endurkjörinn endurskoðandi félagsins.
Fyrsti fundur stjórnar var svo haldinn 19. desember. Þar baðst Garðar Gíslason undan endurkjöri sem formaður en hann hafði þá stýrt félaginu frá árinu 1990 og setið í stjórn lengur en heimildir ná yfir. Í framhaldi þessa skipti stjórnin með sér verkum þannig að Hannes Í Ólafsson tók við formennsku en Garðar Gíslason tók við starfi ritara. Björk Þorgeirsdóttir hélt áfram í starfi gjaldkera.
Á tímabili núverandi stjórnar hafa verið haldnir sex formlegir fundir og hafa þeir sjaldan eða aldrei verið færri. Líklega hafa þó líka aldrei gengið fleiri tölvupóstar á milli stjórnarinnar.
Helstu verkefni stjórnarinnar á tímabilinu voru eftirfarandi:
- Námsferð til Kenýa í ágúst 2005
- Námskeið um félagsfræðilegar rannsóknir á íslenska samfélaginu í ágúst 2006.
Bæði þessu námskeið voru haldin undir forystu Bjarkar Þorgeirsdóttur og með aðstoð annarra stjórnarmanna.
- Tillögur um breytingar á námskrá í félagsfræði vegna tilvonandi styttingar stúdentspróf en Hannes Í Ólafsson var formaður vinnuhóps sem sá um að gera tillögur um breytingar á námskrá í samfélagsgreinum. Sá vinnuhópur skilaði svo af sér tillögum sínum í júlí 2005.
- Tillögur um styrkröðun umsókna til menntamálaráðuneytisins vegan styrkja til námsefnigerða.
- Undirbúningur þessa aðalfundar.
- Auk þessa hefur stjórnin verið að vinna að eilífðarmáli að gerð nýrrar heimsíðu og er langt í frá að sjá megi fyrir endann á því starfi.
Allar nánari upplýsingar má sjá í fundargerðarbók sem liggur fyrir í húsnæði félagsins, Hamraborg 11, Kópavogi.
Reykjavík, 27. okt. 2006
Hannes Í Ólafsson