Saga, menning og stjórnmál Kúbu

Dagskrá   -   Leiðbeinendur   -   Þátttakendur   -   Gögn   -   Myndir

Sumarnámskeið félagsins 2017 verður í Havana og mun fjalla um sögu og menningu Kúbu. Við munum hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, heimsækja skóla og söfn og fara í skoðunarferðir. 
Flogið verður út 2. júni og til baka 9. júní, félagið hefur gert samning við Vita-ferðir og sjá þátttakendur sjálfir um að skrá sig hjá Vita. Tengiliður okkar þar er Lára, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Stjórn félagsins sér um að skipuleggja námskeiðið ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur úr MK. Mjög snemma í ferlinu var nefnilega ljóst að við þyrftum að hafa einhvern spænskumælandi með í skipulagshópnum!  Tengiliður okkar í Havana er Néstor Mesa Flores, Universidad de La Habana. Dagskráin er ennþá í vinnslu.