Menning og stjórnkerfi Skotlands

Dagskrá   -   Leiðbeinendur   -   Þátttakendur   -   Gögn   -   Myndir
Sumarnámskeið félagsins verður haldið í Skotlandi (Glasgow og Edinborg) og heitir Menning og stjórnkerfi Skotlands.
 
Farið út að morgni 8. júní og heim 12. júní. 
 
Undirrituð hefur umsjón með námskeiðinu og heldur utan um skráningu þátttakenda. Sendið mér tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, kennitölu og vinnustað/skóla ef þið viljið skrá ykkur. 
 
Við gistum á Holyday Inn Express Glasgow Theatreland, sem er á West Nile Street (í miðbænum) - hér sjáið þið heimasíðu hótelsins: www.hiexpressglasgow.co.uk

Kostnaður er kr. 147.000 pr. mann. Hver félagsmaður fær kr. 60.000 í styrk frá SEF en við getum líka sótt um styrk í B-deild Vísindasjóð KÍ (sjá hér: http://www.ki.is/styrkir-og-sjodhir/endurmenntunarsjodhir/framhaldsskoli...). Verðið miðast við 2 saman í herbergi. 

Innifalið í kostnaði er flug, gisting, morgunverður, allar rútuferðir, aðgangseyrir í kastala, leiðsögn/fræðsla, umsjón og sameiginlegur kvöldverður síðasta kvöldið. 
 
Athugið að verð á námskeiðinu getur tekið einhverjum breytingum vegna gengis og/eða þátttakendafjölda. 
Þátttakendur fá auðvitað í hendur ítarlega dagskrá þegar nær dregur og mun félagið einnig standa auglýsinga kynningarfundar þar sem dagskráin verður kynnt. 
 
Skráningu á námskeiðið skal vera lokið fyrir 1. maí 2014. 

Kveðja,

Björk
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.