Fjölmenning heimsins: Islam og Mið-Austurlönd
Námskeið haldið 27. – 29. júní 2003
Númer námskeiðs hjá Endurmenntunarstofnun: 428V03 - Fjölmenning heimsins Islam í stjórnmálum og samfélögum Mið-Austurlanda
Efni:
Að auka skilning kennara á málefnum Islam og Mið-Austurlanda. Leitast verður við að skoða Mið-Austurlönd innan frá til að efla vitneskju þátttakenda um viðhorf múslima til málefna líðandi stundar. Að kynnast sögu, menningu, stjórnmálum, bókmenntum og trúarbrögðum Mið-Austurlanda og kennslu fjölmenningarlegs nemendahóps. Fyrst verða helstu stoðir islam kynntar og hvaða stef úr trúnni eru afgerandi í viðhorfum fólks til nútímans. Svo verða helstu vandamál Mið-Austurlanda tekin fyrir svo sem staða kvenna, pólitískt ofbeldi, stríð (Írak, Ísrael-Palestína), uppgangur róttækra hreyfinga, umbóta- og lýðræðishreyfingar, og staða múslima í vestrænum löndum. .
Kennarar:
Dr. Magnús Bernhardsson sagnfræðingur við Hofstra University í Bandaríkjunum.
Dr. Michelle Hartman bókmenntafræðingur við McGill University í Kanada.
Umsjón:
Björk Þorgeirsdóttir og Hannes Ísberg Ólafsson
Samstarfsaðili:
Félag félagsfræðikennara og Félag sögukennara í framhaldsskólum.
Staður:
Skálholt