Alþjóðastjórnmál, samfélagsmiðlar/samskiptamiðlar og kennslufræði
Dagskrá - Leiðbeinendur - Þátttakendur - Gögn - Myndir
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands dagana 12. og 13. ágúst. Skráning: http://www.endurmenntun.is/Samstarfsadilar/Framhaldsskolakennarar/Skoda/425V13.
Upplýsingar um styrki fyrir þátttakendur sem koma utan höfuðborgarsvæðisins [pdf].
Upplýsingar um námskeiðið:
Námskeiðið er tvískipt. Fyrri námskeiðsdagurinn er tileinkaður alþjóðastjórnmálum og kennslufræði. Fjallað er um stöðu smáríkja, alþjóðastjórnmál eftir Kalda stríðið og sögu og stöðu Evrópusambandsins. Í lok dags verður unnið með grunnþætti menntunar í tengslum við viðfangsefni dagsins. Á degi tvö er viðfangsefnið samfélagsmiðlar/samskiptamiðlar og notkun þeirra í kennslu. Einnig verður fjallað um mikilvægi námsmats. Fræðimenn fjalla um viðfangsefnið og kennarar segja frá hvernig þeir hafa notað samfélagsmiðla í kennslu.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Alþjóðastjórnmál: Staða smáríkja, alþjóðastjórnmál eftir Kalda stríðið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu
- Samfélagsmiðlar/samskiptamiðlar og notkun þeirra í kennslu
- Hvernig grunnþættir menntunar tengjast viðfangsefnum námskeiðsins
Ávinningur þinn:
- Hæfni til að fjalla um átakamál í stjórnmálum nútímans
- Upplýsingar um samfélagsmiðla/samskiptamiðla (virkni, kosti og galla) og hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðla í kennslu.
- Þjálfun í að vinna með grunnþætti menntunar