Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Dagskrá   -   Leiðbeinendur   -   Þátttakendur   -   Gögn   -   Myndir

Tími: 16. og 17. ágúst 2012

Staður: Húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík

Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað kennurum í félagsfræði og skyldum greinum í framhaldsskólum. Hámark 30 þátttakendur.

Markmið námskeiðsins:

  • gera kennara hæfari til að kenna megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir
  • að kennarar þekki til gagnagrunna sem hægt er að nýta í kennslu

Efni:  
Á námskeiðinu munu háskólakennarar gera grein fyrir þeim undirbúningi sem æskilegt þykir að nemendur hafi á sviði eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða þegar þeir hefja nám í háskóla. Ýmsir sérfræðingar kynna efni sem finna má í nýjum gagnagrunnum s.s. nýr vefur kosningarannsókna. Einnig munu kennarar í framhaldsskólum gera grein fyrir þeim aðferðum sem þeir hafa notað í kennslu á rannsóknaraðferðum.

Þátttakendur á námskeiðinu munu einnig taka þátt í vinnustofu þar sem unnið verður með efni námskeiðisins. Þar fá þátttakendur einnig tækifæri til að skiptast á skoðunum og vinna saman að stærri og minni verkefninum fyrir nemendur og jafnvel leggja grunn að samanburðarkönnun sem kennarar lagt geta fyrir nemendur árlega.

Þátttakendur verða að skrá sig sem notendur á heimasíðu "European Social Survey" - http://ess.nsd.uib.no/ áður en þeir mæta á námskeiðið.

Umsjón:
Björk Þorgeirsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /gsm 821-2727