Táknræn samskipti - Fjölmiðlar


Námskeið haldið 16.-17. ágúst 2001

Númer námskeiðs hjá Endurmenntunarstofnun: 430 - Táknræn samskipti - Fjölmiðlar

Efni:
Fjallað verður um kenningar og rannsóknir um táknræn samskipti og fjölmiðlun og efnið tengt við kennslu í félagsfræði og fjölmiðlafræði. Þátttakendur ræða í vinnuhópum hugmyndir um kennsluefni, búa til/taka saman kennsluefni, verkefni og próf og setja á heimasíðu Félags félagsfræðikennara og/eða eigin heimasíðu. Einnig verður rætt um möguleika kennara til að nýta sér upplýsingatækni í kennslu. Hentug kennslufræðileg forrit kynnt og prófuð. 

Kennarar: 
Tony Lawson, prófessor við School of Education, University of Leicester og ritstjóri Sociology Review, 
Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands, 
Magnús Gíslason, kennari við Flensborgarskóla, 
Helmut Hinrichsen, kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla, 
Harpa Hreinsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands. 

Umsjón: 
Garðar Gíslason, s: 554 0003, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Hjördís Þorgeirsdóttir, s: 551 5345, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samstarfsaðili: 
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2001. Hámark 18 þátttakendur.