Aðferðafræði - Íslenskar rannsóknir


Námskeið haldið 16.-18. ágúst 2000

Þátttakendur:
Framhaldsskólakennarar í félags-, stjórnmála- og mannfræði. Umsóknarfrestur er til 25. júní 2000. Hámark 20 þátttakendur.
 
Markmið:
Að auka þekkingu kennara á íslenskum rannsóknum á sviði félagsvísinda og að auka færni kennara í notkun tölfræðiforrita fyrir kannanir.
 
Efni:
Fjallað verður um íslenskar rannsóknir með tilliti til notkunar í kennslu félagsfræðinnar. Meðal viðfangsefna eru upplýsingagrunnar, grunnrannsóknir á Íslandi og dæmi um nýlegar íslenskar rannsóknir. Einnig verður kynnt og prófað nýtt íslenskt forrit  "Spurnir" sem ætlað er fyrir úrvinnslu kannana. Tölfræðiforritið SPSS kynnt og kennd verða undirstöðuatriði við notkun þess.
 
Kennarar:
Helmut Hinrichsen tölvukennari við FÁ, Helgi Gunnlaugsson dósent við HÍ, Hildigunnur Halldórsdóttir deildarstjóri við Námsgagnastofnun Íslands, Indriði Björnsson forritari, Inga Dóra Sigfúsdóttir félagsfræðingur, Kjartan Ólafsson félagsfræðingur, Kristinn Karlsson deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands, Rannveig Traustadóttir dósent við HÍ, Sigurjón Hafsteinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, Stefán Ólafsson prófessor og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
 
Tími:
16.-18. ágúst 2000, kl. 9-16.
 
Samstarfsaðili:
Endurmenntunarstofnun H.Í.
 
Staður:
Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
 
Umsjón:
Hannes Ísberg Ólafsson, sími: 581 4022, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hjördís Þorgeirsdóttir, sími: 553 7300, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.