Faglegar og tæknilegar nýjungar í kennslu félagsgreina

Dagskrá   -   Leiðbeinendur   -   Þátttakendur   -   Gögn   -   Myndir

Námskeiðið var tvíþætt. Í fyrri hluta námskeiðsins var áhersla á notkun snjalltækja í kennslu og „blandað nám“. Námskeiðið hófst á kynningu Guðmundar Stefáns Gíslasonar á MA rannsókn hans um blandað nám. Þar á eftir kynnti Bergmann Guðmundsson ýmsar tækninýjungar og öpp hentug til kennslu og leiðir til að virkja nemendur í þátttöku inn í kennslustofunni. Því var fylgt eftir með vinnustofu þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að vinna með þá tækni. Í seinni hluta námskeiðsins fengum við fræðslu um nýjar áherslur og rannsóknir í félagsfræði. Þar kynnti Viðar Halldórsson félagsfræði íþrótta. Að honum loknum kynnti Arnar Eggertsson áfangann Samfélags- og nýmiðlar og Valgerður Anna Jóhannsdóttir lauk með kynningu á áfanganum Falsfréttir, upplýsingamengun og stjórnmál. Þessi hluti var unninn í samvinnu við háskólastigið. Námskeiðið endaði svo á umræðum um ... og að lokum hópvinnu þar sem unnið var í námsgagnagrunni heimasíðu félagsins.

Dagskrá

Mánudagur 12.08
9:00 - 10:00 Guðmundur Gíslason fjallar um blandað nám.
10:00 - 10:30 Kaffi
10:30 - 12:00 Bergmann Guðmundsson Nearpod í kennslu.
12:00 - 13:00 Matur
13:00 - 14:30 Bergmann Guðmundsson, vinnustofa. Kynning á tækni sem hægt er að nota í kennslu
14:30 - 15:00 Kaffi
15:00 - 16:00 Umræður og samantekt.

Þriðjudagur 13.08
9:00 - 10:00 Viðar Halldórsson kynnir áfangann Félagsfræði íþrótta..
10:00 - 10:30 Kaffi
10:30 - 12:00 Arnar Eggert Thoroddsen kynnir áfangann Samfélags og nýmiðlar. Kl. 11:20 Valgerður Anna Jóhannsdóttir kynnir áfangann Falsfréttir, upplýsingamengun og stjórnmál.
12:00 - 13:00 Matur
13:00 - 15:00 Vinna við heimasíðu félagsins
15:00 - 16:00 Kaffi og samantekt.
12.8.2019
- Glærur úr fyrirlestri Guðmundar um blandað nám í kennslu: 
- heimasíður og öpp notuð í fyrirlestri Bergmanns Guðmundssonar: https://explaineverything.com/ ; https://nearpod.com/

Námsgögn

12.8.2019
- Glærur úr fyrirlestri Guðmundar um blandað nám í kennslu: 
- heimasíður og öpp notuð í fyrirlestri Bergmanns Guðmundssonar: https://explaineverything.com/ ; https://nearpod.com/