Félagslegur ójöfnuður og heilsufélagsfræði
Dagskrá - Leiðbeinendur og gögn - Þátttakendur - Myndir
Námskeið haldið 16. - 17. ágúst 2007.
Endurmenntunarnámskeið félagsins haldið í Endurmenntun H.Í., Dunhaga 7, Reykjavík, 16.–17. ágúst 2007. Námskeiðið er ætlað kennurum í félagsfræði og skyldum greinum í framhaldsskólum. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2007. Hámark 30 þátttakendur.
Markmið: Að auka þekkingu félagsfræðikennara á rannsóknum á ójöfnuði og heilsu og stöðu tiltekinna hópa í íslensku samfélagi. Að efla færni kennara til að fást við þessa þætti í kennslu.
Efni: Íslenskir sérfræðingar og fulltrúar ákveðinna hópa í samfélaginu greina frá rannsóknum og stöðu mála hér á landi. Í fyrirspurnum og umræðum verður lögð áhersla á hvernig nýta megi upplýsingar í kennslu félagsfræðiáfanga í
framhaldsskólum.