Upplýsingatækni í félagsfræðikennslu


Námskeiðið Upplýsingatækni í félagsfræðikennslu haldið 5.-7. júní og 6.-7. október 2000

Þátttakendur: Kennarar í félags-, stjórnmála- og mannfræði í framhaldsskólum.
Umsóknarfrestur er til 5. maí 2000.
Hámark 20 þátttakendur.
 
Markmið:
Að kynna kennurum nýja miðla og gera þá hæfari til að beita upplýsingatækni í félagsfræði og skyldum greinum.
 
Efni:
Í fyrrihluta námskeiðsins, dagana 5.-7. júní, verður fjallað um hönnun vefsíðna (user Interface) ásamt því að leita að og skoða félagsfræðilegt efni á Netinu. Kynntur verður nýr menntavefur í umsjá ráðuneytisins. Fjallað verður um gagnvirk forrit eins og t.d. próf og önnur samskipti á vef. Fjallað um mat á vefsíðum og notkun vefsíðugerðarforrita kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, 6.-7. október, verður verkleg kennsla í vefsmíðum. Þátttakendum verður einnig kennt/hjálpað að nota eigin heimasvæði á Netinu.
 
Kennarar:
Alan Levine frá Bandaríkjunum (www.mcli.dist.maricopa.edu), Þorvaldur Pálmason hjá Íslenska menntanetinu, Jóna Pálsdóttir hjá Menntavef menntamálaráðuneytisins, Magnús Gíslason kennari við Flensborg og umsjónarmaður vefsíðu Félags félagsfræðikennara og Garðar Gíslason kennari í MK.
 
Tími:
5.-7. júní 2000, kl. 9-15:30 og 6.-7. okt 2000, kl. 9-15.
 
Staðir:
Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.
 
Samstarfsaðili:
Endurmenntunarstofnun H.Í.
 
Umsjón:
Garðar Gíslason, sími: 5547370, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og
Magnús Gíslason, sími: 5650400, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 

Staðsetning: Fjölbrautaskólinn í Ármúla
 
Mánudagur 5. júní 
 
Kl. 9.00-12.00 
Jóna Pálsdóttir fjallar um fyrirhugaðan gagnabanka ráðuneytis ásamt "dreifmenntun".
 
Kl. 13.00-15.30 
Alan Levine fjallar um kennslufræðilegt mat og hönnun á vefsíðum. Sambland af fyrirlestrum og "work-shops".
 
Þriðjudagur 6.  júní
 
Kl. 9.00-12.00 
Þorvaldur Pálmason fjallar um gangvirk próf, sýnir uppsetningu og notkunarmöguleika.
 
Kl. 13.00- 15.30 
Alan Levine fjallar áfram um kennslufræðilegt mat og hönnun á vefsíðum. Siðareglur vefsíðna og póstlista. Sambland af fyrirlestrum og "work-shops".
 
Miðvikudagur 7. júní
 
Kl. 9.00-12.00
Alan Levine fjallar áfram um kennslufræðilegt mat og hönnun á vefsíðum. Mismunandi forrit.
 
Kl. 13:00-15:30
Magnús Gíslason kynnir vefsíðugerð í Front-Page 2000 og tengsl við heimasíðu félagsins. Undirbúningur undir work-shop vinnuna í haust.
 

Staðsetning: Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
 
Dagarnir 6.-7. október
 
Kl. 9:00-15:00
Workshop. Þátttakendur setja félagsfræðilegt efni upp á vefsíður í Front-Page 2000 (annað hvort eigin heimasíðu eða síðu félagsins). Sjá hér.