Gögn, tilvísanir og fleira
Helmut Hinrichsen
tölfræðikennari og kerfisstjóri Fjölbrautaskólanum við Ármúla
- Kynning á tölfræðikennslu á framhaldsskólastigi
Helstu atriði tölfræðinnar, notkun töflureiknis við úrvinnslu og tölfræðiforritið SPSS. Umfjöllun sniðin að félagsfræðikennurum.
- Ljósrit
Kynning á tölfræðikennslu ... (19. bls.)
Leiðbeiningar fyrir tölfræðiforritið SPSS (14 bls.)
- Tölvuver
Tölvuver í Ármúlaskóla. Æfingar eftir leiðbeiningum í skilgreiningum og innslætti úr könnun. Helstu úrvinnslumöguleikar við okkar hæfi æfðir.
- Netið
Námskeiðsgögn á http://www.fa.is/namskeid/Felfel/
Hjördís Þorgeirsdóttir
félagsfræðikennari Menntaskólanum við Sund
- Aðferðafræði FÉL 403 og FÉL 503
Sagt frá kennsluaðferðum í aðferðafræði byggðum á kennslufræðilegum hugmyndum leitaraðferða.
- Ljósrit
Kennsluaðferðir í aðferðafræði. Efnisatriði erindis. (3 bls.)
Kennsluáætlun í félagsfræði. Aðferðafræði. (3 bls.).
Rannsóknarverkefni I, Athugun, og II, Könnun. (2 bls.)
Viðfangsefnið skilgreint og fleiri blöð. Eyðublöð. (11 bls.)
Dr. Stefán Ólafsson
prófessor í félagsfræði við H.Í.
- Íslenska leiðin. Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum samanburði.
Sagt frá rannsóknum á velferðarkerfinu, kenningum og greiningaraðferðum á almannatryggingakerfum, einkennum, áhrifum, mótun og stöðu íslenska kerfisins samanborið við önnur.
- Ljósrit
Íslenska leiðin. Úthendi - glærur fyrirlestrarins. (3 bls.)
- Netið
Rit Stefáns Ólafssonar um rannsóknir á íslenska velferðarkerfinu má finna á vef Félagsvísindastofununar: http://www.fel.hi.is/utgafa.htm
Kjartan Ólafsson
félagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu
- Ungt fólk og fjölmiðlar í nútíð og fortíð
Sagt frá rannsókn á fjölmiðlanotkun ungs fólks þar sem unnið var úr fyrirliggjandi gögnum frá mismunandi tímum. Eins konar langtímarannsókn með áherslu á tölfræðilega úrvinnslu. Unnið með gögn úr könnunum Þorbjörns Broddasonar allt frá 1968 til 1997.
- Glærur
Sýndar glærur með ýmsum áhugaverðum niðurstöðum.
- Netið
Á heimasíðu Rannsókna og greiningar ehf. má sjá áhugaverð viðfangsefni og m.a. niðurstöður úr nýrrui rannsókn á vímuefnaneyslu ungmenna: http://www.rannsoknir.is
Hildigunnur Halldórsdóttir
Indriði Björnsson
tölvunarfræðingur
- Tölfræðiforritið Spurnir
Kynning á nýju tölfræðiforriti sem er hannað fyrir gerð spurningakannana og úrvinnslu þeirra. Sniðið bæði til notkunar við kennslu t.d. í aðferðafræði í félagsfræði og eins til notkunar í almennu skólastarfi.
- Tölvuver
Sýnikennsla og "workshop" vinna.
- Netið
Væntanleg heimasíða forritsins verður finnanleg á vef Námsgagnastofnunar: http://www.namsgagnastofnun.is (vefur kominn annað)
Dr. Helgi Gunnlaugsson
dósent í félagsfræði við H.Í.
- Íslenskar rannsóknir í afbrotafræði. Um aðferðafræðileg vandamál í rannsóknum í afbrotafræði.
Fjallað um nýlegar rannsóknir sem Helgi Gunnlaugsson hefur unnið að og kynnt tvö rit frá honum. Rætt var um mikilvægi kenningarlegs samhengis sem grundvöll í góðri rannsóknarvinnu. Fjallað var um vandamál með opinber gögn í dómskerfinu hér á landi og þýðingu annars konar nauðsynlegrar gagnaöflunar. Rætt var um hinn hlutlæga veruleika og þann skynjunarlega og samanburð á þessu tvennu, þ.e. hvernig er og hvernig menn upplifa afbrotamál hér á landi. Lýst var mismunandi aðferðum í nálgun á rannsóknarviðfangsefni afbrotanna. Áhersla fyrirlestursins var á vandamálum aðferðanna en minna var rætt um niðurstöður, til þeirra vísaði Helgi í rit sín.
- Glærur
Sýndar áhugaverð atriði úr rannsóknunum.
- Ljósrit
Rannsókn á ítrekunartíðni íslenskra afbrotamanna. Rannsóknarspurningar og verkáætlun fyrir rannsókn sem hafin er. (4 bls.).
- Rit
Útkomnar og væntanlegar bækur Helga Gunnlaugssonar sem hann ræddi út frá:
Wayward Icelanders. Punishment, Boundary Maintenance, and the Creation of Crime. The University of Wisconsin Press 2000.
Afbrot og Íslendingar. Greinasafn. Reykjavík 2000.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands
- Greining á aðferðafræði heimildamynda
Hugtakið heimildamynd rætt í ljósi mannfræðinnar og reifuð þau óskýru mörk sem finna má í fræðilegri umræðu milli kvikmyndabálkanna heimildarmyndir og stýrðar kvikmyndir (bíómyndir). Gerð grein fyrir þeim fræðilegu forsendum sem gefnar eru við slíka skoðun. Bent á að kvikmyndir, hvaða nafni sem þær nefnast, eru öflugur aflvaki gagnrýninnar umræðu og vísað í ritgerð frá 1997 er gefur mynd af aðferðarfræði mannfræðinga við skoðun á kvikmyndum.
- Videó
Sýnd dæmi úr ólíkum stíltegundum mynda:
- Exposidory/Kennivaldsstíllinnn. Verstöðin Ísland eftir Erlend Sveinsson með rödd þular sem hljómar alvitur.
- Observational/Könnunarstíllinn. Brot úr Titicut Follies frá 1967 eftir F. Wieseman sem tekin var á stofnun fyrir geðveika afbrotamenn, er í athugunarstíl, "eins og fluga á vegg", og var bönnuð í USA í 20 ár. -
- Interactive/Gagnvirknisstíllinn. Myndin Tounges Untied gerð 1989 af M. Riggs um sjálfan sig sem samkynhneigðan blökkumann sem upplifði m.a. útskúfun úr öllum hópum samfélagsins .
- Reflexive/Sjálfhverfustíllinn. Sigurður Matthíasson í San Fransisco villti á sér heimildir í gerð heimildarmyndar, In and out of the blue 1995, um íslendinga, þóttist vera bandarískur puttalingur.
- Rit
"Svívirðilegur hryllingur" Réttlæting sjálfsmyndar og Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Við og hinir: Rannsóknir í mannfræði. Gísli Pálsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Haraldur Ólafsson (ritstjórar). 1997.
Dr. Rannveig Traustadóttir
dósent í uppeldis- og menntunarfræði við H.Í.
- Fjölskyldur minnihlutahópa
Efni erindisins er rannsókn á minnihlutahópum sem Rannveig Traustadóttir hefur verið að vinna að. Sagt frá bakgrunni rannsóknarinnar og aðferðum. Litið hefur verið á Ísland sem einsleita þjóð, en margt er hulið í fámennu samfélagi og í rannsókninni er litið á samfélagið sem fjölþætt og unnið út frá því sjónarhorni. Eigindlegar rannsóknir byggjast á að reyna að skilja rannsóknarhópinn og hvernig hann skilgreinir sig og skilur, setja sig í spor þeirra sem eru í hópnum og s.frv. Hér er um langtímarannsókn að ræða og þess vegna er þetta umfangsmikið verkefni. Konur í minnihlutahópum er viðfangsefni Rannveigar. Viðfangsefnið eru þrenns konar hópar, fatlaðar konur, lesbíur og útlendar konur á Íslandi, einkum frá Asíu. Unnið er með 30 konur í hverjum hópi með aðferðum eins og þátttökuaðferð, viðtölum o.fl. Í brennidepli eru félagslegar, menningalegar og efnahagslegar aðstæður kvennanna. Rannveig ræddi um rannsóknaraðferðir og aðferðafræðileg vandamál eigindlegra aðferða og niðurstöður sem fram hafa komið í rannsóknunum. Hún ræddi sérstaklega um ýmsar niðurstöður úr rannsóknum á fjölskyldum samkynhneigðra.
- Ljósrit
Fjölskyldur minnihlutahópa. Úthendi með glærum fyrirlestursins (2 bls.).
Hugsanlegur fjöldi samkynhneigðra foreldra... Tölulegar upplýsingar unnið 1999 af Rannveigu og Jóni Torfa Jónassyni. (1 bls.).
- Rit
Væntanlegar eru tvær bækur frá Rannveigu á næstunni um niðurstöður um fjölskyldur fatlaðra og um fjölskyldur samkynhneigðra Eitt af takmörkum útgáfunnar er að koma þessum málefnum inn í samfélagsumræðuna.
Kristinn Karlsson
Hagstofu Íslands
- Félags- og heilbrigðismál og fjölskyldumál á Íslandi
Fjallað um ýmsar tölfræðilegar upplýsingar sem Kristinn Karlsson hefur unnið við á 14 ára tímabili á Hagstofu Íslands og athugun á fjölskyldumálum sem hann gerði 1994. Í erindinu var rætt um aðferðir og flokkanir í öflun og vinnslu upplýsinga m.a. með tilliti til aðferða sem notaðar eru á alþjóðavettvangi. Rædd var út frá tölulegum upplýsingum (ljósrit) staða og þróun ýmissa útgjalda á sviði félags- og heilbrigðismála og fjölskyldumála hér á landi og gerður samanburður við nágrannalönd, einkum hin Norðurlöndin. Rætt var hvaða skýringar eru á ýmsum einkennum útgjaldanna og því sem sker sig mest úr í samanburðinum við hin löndin. Þá var með tilvísunum í töflur (ljósrit) rætt um þróun fjölskyldunnar og forms hennar hér á landi, m.a. með samanburði við það sem einkennir ýmis nágrannalönd.
- Ljósrit
Félags- og heilbrigðismál og fjölskyldumál á Íslandi. Ýmsar tölulegar upplýsingar. (21 bls.).
- Netið
Hagstofa Íslands: http://www.hagstofa.is?
- Rit
Væntanleg bók frá Hagstofu Íslands frá Kristni Karlssyni og Sigríði Vilhjálmsdóttur um félagsmál.
Ísland í tölum. 1999-2000. Hagstofa Íslands. 2000.
Kristinn Karlsson: "Fjölskyldur og heimili á Íslandi, breytingar síðustu áratugi og sérstaða Íslands". Fjölskyldan. Uppspretta lífsgilda. Félagsmálaráðuneytið 1994.
Ýmsar bækur frá hagstogu og eftir marga höfunda lágu frami til skoðunar.