Gögn, tilvísanir og fleira


Niðurstaða úr hópvinnu

 

Félagsmótun og jafningjahópurinn. Garðar o.fl.

Kennsluáætlun:

Markmið:

Yfirmarkmið:

Að nemandi öðlist þekkingu á félagsmótun og skilning á hvaða þættir hafa áhrif og móta hann og hvernig hann getur haft áhrif á umhverfi sitt.

Undirmarkmið:

Helstu félagsmótunaraðila kynntir og útskýrt hvernig þeir virka.

Skipulag: Yfirferð efnis ( félagsmótun ) tekur 2 vikur.

1 vika: Hugtakið félagsmótun 2 x 40 min.

           Fjölskyldan                 2 x 40 mín.

           Skólinn                       2 x 40 mín.

2. vika: Jafningjahópurinn       2 x 40 mín

             Fjölmiðlar                   2 x 40 mín

             Aðrir áhrifavaldar       2 x 40 mín

Þema 25 mín. nákvæmrar kennsluáætlunar úr námsefni 2. viku er Jafningjahópurinn.

Skipulag:

  1. Kynna hvað fram fer í tímanum. 2 mín

a)      einstaklingsverkefni

b)      hlutverkaleikur

c)      umræður og niðurstöður

  1. Einstaklingsverkefni: Skrifaðu niður á blað allt sem þér dettur í hug varðandi það                       hverjir hafa áhrif á ákvarðanir þínar –Hugflæðiritun – 3mín.
  1. Hlutverkaleikur í tveimur þáttum:

1.      þáttur – Fjölskyldan. Olga -Mamma 42 ára – Sambýlismaður hennar – Ari – 30 ára. Dætur Olgu eru Sigga – 18 ára, er búin að fara í meðferð vegna fíkniefnaneyslu, Lína- 16 ára og hún vill fara ein með vinkonum sínum á Hróarskelduhátíðina. Senan er kvöldverður á heimilinu þar sem Lína tilkynnir þessa ósk sína og biður um leyfi til að fara.

2.      þáttur – Jafningjahópurinn. Lína hittir vinkonur sínar og jafnöldrur sem eru 3 og þær fjórar ræða málin. Vinkonur hennar heita Jóna, Linda og Kristín.

Markmiðið með hlutverkaleiknum er að skoða áhrif fjölskyldunnar og jafningjahópsins á félagsmótunarferlið.

3.      Umræður og niðurstöður.

- Var eitthvað af því sem kom fram í hlutverkaleiknum í samræmi við hugmyndir þínar um áhrifavalda í lífi.

- Hefur dregið úr vægi fjölskyldunnar sem félagsmótunaraðila?

- Var eitthvert gagn að þessum hlutverkaleik? Finnst ykkur hann hafa varpað skýrari ljósi á viðfangsefnið.

- Var eitthvað sem vantaði.

 

Kveikja. Aldís, Björk og Þórunn. 

Lýsing á verkefni: 

  • Kveikja

–Svipað og “Round Robin Brainstorming”

–Nemendur fá í hendur sögu þar sem þau eiga að rökstyðja launakröfu fyrir skjólstæðing sinn

  • Einstaklingsverkefni “sérálit”

–Nemendur eiga að taka rökstudda afstöðu til álitamáls

  • Hópverkefni – skýrsla – 4 saman í hóp

–Nemendur kynna og útskýra sérálit sitt fyrir öðrum í hópum

–Hópurinn skilar sameiginlegri niðurstöðu - skýrslu

Kveikjan:

Sigurlaug er 29 ára gömul, hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún var við nám í virtum háskóla.

Hún lauk MA námi í viðskiptafræði með sérstakri áherslu á áhættustjórnun í hlutabréfa­við­skiptum. Sigurlaug lauk námi með ljómandi einkunnum. Áður en hún hélt til náms í Banda­ríkjunum vann hún í 3 ár hjá frekar litlu verka­lýðsfélagi. Maðurinn hennar var líka í námi og lauk sinni gráðu í bókmenntasögu með sérstakri áherslu á bandarískar nútímabók­menntir.

En nú langar þau að koma sér fyrir hér á Íslandi, bóndi Sigurlaugar hefur lengi átt sér þann draum að verða rithöfundur og hafa þau hjónakornin komi sér saman um að hann fái eitt ár til að reyna fyrir sér. Hann ætlar að skrifa heima og jafnframt sinna 4 ára tvíburasonum þeirra hjóna.

Sigurlaug hefur verið að kanna vinnumarkaðinn, komið við á vinnumiðlunarskrifstofum og víða lagt inn umsóknir.

Í gær var hún boðuð í viðtal hjá virtu fjármálafyrirtæki og gekk það vel. Henni var gefin von um að stöðu skrifstofustjóra ef samningar næðust um kaup og kjör. Hún á að koma aftur til viðtals í dag klukkan þrjú og þá beðin að hafa nokkuð mótaðar hugmyndir um hvaða kjör hún myndi sætta sig við.

Nú er þess farið á leit við ykkur að þið leggið henni lið og setjið kröfurnar fram fyrir hönd hennar, jafnframt að þið rökstyðjið hugmyndir ykkar

Sigurlaugur er 29 ára gamall, hann er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var við nám í virtum háskóla.

Hann lauk MA námi í viðskiptafræði með sérstakri áherslu á áhættustjórnun í hluta­bréfa­við­skiptum. Sigurlaugur lauk námi með ljómandi einkunnum. Áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum vann hann í 3 ár hjá frekar litlu verkalýðsfélagi. Konan hans var líka í námi og lauk sinni gráðu í bókmennta­sögu með sérstakri áherslu á bandarískar nútíma­bókmenntir.

En nú langar þau að koma sér fyrir hér á Íslandi, kona Sigurlaugs hefur lengi átt sér þann draum að verða rithöfundur og hafa þau hjónakornin komi sér saman um að hún fái eitt ár til að reyna fyrir sér. Hún ætlar að skrifa heima og jafnframt sinna 4 ára tvíburasonum þeirra hjóna.

Sigurlaugur hefur verið að kanna vinnumarkaðinn, komið við á vinnumiðlunarskrifstofum og víða lagt inn umsóknir.

Í gær var hann boðaður í viðtal hjá virtu fjármálafyrirtæki og gekk það vel. Honum var gefinn von um að stöðu skrifstofustjóra ef samningar næðust um kaup og kjör. Hann á að koma aftur til viðtals í dag klukkan þrjú og þá beðinn að hafa nokkuð mótaðar hugmyndir um hvaða kjöt hann myndi sætta sig við.

Nú er þess farið á leit við ykkur að þið leggið honum lið og setjið kröfurnar fram fyrir hönd hans, jafnframt að þið rökstyðjið hugmyndir ykkar

Lög um kynjakvóta ?

Á síðasta löggjafarþingi var samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis að ríkisstjórnin skipaði nefnd sem fjalla á um kynjakvóta á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Þú hefur verið kosin(n) sem sérfræðingur í “Kynjakvóta” nefndinni sem skila á nefndaráliti um hvort rétt sé að setja lög um kynjakvóta í landinu. Til að þú getir verið virkur í nefndinni þarft þú að gera þér grein fyrir eigin skoðun og þekkingu á viðfangsefninu, kynjakvóti.

Verkefnið er tvíþætt:

  1. “Sérálit” sem þú verður að vera búin(n) að vinna áður en þú ferð formlega að starfa með nefndinni (einstaklingsverkefni). Hér þarft þú að taka rökstudda afstöðu.
  2. Formlegt nefndarstarf (4 saman í hóp) þar sem nefndin á að komast að sameiginlegri niðurstöðu um viðfangsefnið, skýrsla kynjakvótanefndar.

Bjargir:

Kennslubókin

Leitarvélar á Netinu. Leitarorð geta verið kyn (sex), kynhlutverk (gender), kynjakvóti

 


 

Kennslustund um hnattvæðingu. Hannes og Kristín. 

Kennslustund um hnattvæðingu – höfundar Hannes og Kristín.

Hver er ég ? Áfangi um þróunarlönd.

5. mín – kynning á töflu:

Hver er ég ?

Er ég ekki e-ð meira ?

Hverju tilheyri ég ?

Nota töflu – hægt að teikna hring þ.s. einstaklingur er í miðju – borgin – landin – álfan o.s.frv.

Dæmi: Björk – Reykjavík – Ísland – Evrópa

Þetta er einmitt umfjöllunarefni tímans.

Vinna saman í hópum – 3 saman. Hver einstaklingur í hópnum fær hlutverk:

Nr. 1:

Segja frá persónulegri reynslu (frá því í gær eða morgun – huglægir og/eða hlutlægir þættir – persónur – samskipti – hlutir)

Nr. 2:

Er spyrjandi og reynir að fá frekari (meiri) upplýsingar frá nr. 1.

Nr. 3:

Metur nr. 1 og nr. 2 á jákvæðan hátt – á að geta greint frá með dæmum.

Spyrja yfir bekkinn: