Undirbúningur


Ýmsar upplýsingar og undirbúningur
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
28. júní 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel]  Upplýsingar - Kenýa
Viðhengi:
 [Kennarar2005.doc]
 
Sæl öll 
 
Minni ykkur á lokagreiðslu til mín, helst fyrir 1. júlí, endilega hafið samband ef ykkur vantar upplýsingar um eftirstöðvar og/eða reikn.númer.
 
Sit hérna með Elínu að fara yfir ferðaplanið - þetta lítur allt ljómandi vel út. Hún er búin að fá upplýsingar frá tengiliðum í Kenýa o.s.frv. Við verðum þarna í góðu yfirlæti með "stuðningsforeldrum" okkar í Kenýa (Elínu og Borgari).
 
Hér eru nokkur atriði sem þau vilja koma á framfæri:
  1. Elín og Borgar fara til Afríku 12. júlí - ef þið þurfið einhverjar frekari upplýsingar frá þeim þá getið þið sent þeim póst; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringt í síma 551-9873 til kl. 15:00 á daginn. Þau hafa líka hotmail sem þau skoða úti þannig að ef eitthvað brennur á ykkur þá getið þið sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
  2. Prentið út  meðfylgjandi ferðaplan og takið með ykkur - athugið að tímasetningar eru settar með fyrirvara um breytingar
  3. Farangur: hægt er að bóka farangur alla leið frá Íslandi til Nairobi (NBO). Góð regla á ferðalögum er að hafa snyrtidót og einhvern fatnað í handfarangri.
  4. Muna innanklæðaveski! - ekki hafa með ykkur skartgripi sem ykkur er annt um.
  5. Arrival-skjölin inní landið er oft hægt að fá í flugvélinni (1 hvítt A4blað og 1 gult lítið) ef ekki í flugvélinni þá eru þessi skjöl í innkomusalnum fyrir passaskoðun (liggur á borðum). Muna að vera með tilbúna 50 dollara í vegabréfinu. Við erum að fara inní landið á tourist-visa til 3ja mánaða.
  6. Elín og Borgar taka á móti okkur á flugvellinum í Nairobi. Þau biðja okkur um að halda hópinn á flugvellinum (þegar við erum að sækja töskur) og koma saman út svo hægt sé að fara strax út í rútu. Flugvöllurinn er í Nairobi er víst ekki skemmtileg "stöð". Þetta auðveldar brottförina frá vellinum.
  7. Reyna að kaupa sólarvörn, moskítóeitur o.s.frv. á flugvellinum í London - þar fáið þið gæðavörur. Athugið að við verðum við miðbaug og sólin er sterk. Moskítóeitur, þau mæla með "jungle formula" t.d. hægt að kaupa í "Boots" inná vellinum.
  8. Fyrir ykkur sem þekkið Heathrow ekki vel - þá lendum við á terminal 2 og förum frá terminal 4. Milli terminala er ferðast með express lestinni (frítt). Við þurfum að fá bording pass áður en við förum í vélina til Kenýa, hann fáum við í terminal4 við Kenya-airways innritunarborðið. Athuga að þar oft löng biðröð og við verðum að vera tímanlega.
Vefsíða Kenýa-airways er  http://www.kenya-airways.com/root/pages/English/Default.asp þar sjáið þið upplýsingar um Kenya-visa o.fl.
 
Bestu kveðjur - Björk
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
7. júní 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel]  Upplýsingar
 
Sæl öll 
 
 Hérna koma ýmsar upplýsingar um búnað fyrir ferðina okkar, hvernig á að pakka fyrir safarí-ferðir, gjaldmiðil, þjórfé, vegabréfsáritun o.fl. Þetta eru góðar og ítarlegar upplýsingar sem Elín og Borgar létu mig hafa sem er gott að prenta út og taka með. 
 
 Ég bað ykkur um að senda mér no. á passanum ykkar, flestir eru búnir að senda mér en skv. skjalinu sem ég fékk núna frá Elínu og Borgari þá þurfa þau að hafa upplýsingar um útgáfudag (Date of issue), gildistíma (Date of expirey) og númerið á passanum. Gott væri að fá þessar upplýsingar sem fyrst.
 
 Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Alltaf hægt að senda póst til mín, Borgars  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Elínar  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
 
 Kær kveðja
 Björk 
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
5. júní 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel]  Bólusetningar
 
Á heimasíðu Heilsuverndastöð Reykjavíkur www.hr.is er hægt að finna acrobat skjal með upplýsingum um hvaða sprautur þarf að taka áður en við förum út. 
 
 Þið farið á forsíðuna, finnið þar Bólusetningar - þar eigið þið að sjá þennan texta:
Bólusetningar vegna ferðalaga og dvalar í útlöndum
 Bólusetningar ferðamanna fara fram á heilsugæslustöðvunum og hjá Helga Guðbergssyni, yfirlækni á Atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar.  Acrobat-skjal með upplýsingum um hvaða bólusetningar þarf vegna ferðalaga og dvalar í útlöndum. Skýringar við töflu eru neðst í skjalinu. Acrobat skjalið er flokkað eftir löndum ásamt skýringum. Minni ykkur á að panta sprautur sem fyrst það getur verið smá bið eftir tíma.
 
 Kær kveðja - Björk
 
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 
Klippa úr upplýsingaskjalinu, smella  hér til að skoða.
 
 
m = mælt með bólusetningunni
 ( ) = mælt með á sumum svæðum eða ef dvöl er löng, mism. fyrir einstaklinga
 * = krafa um mýgulusóttarbólusetningu ef komið er frá sýktu landi
 o.fl.
 
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
3. júní 2005: Gudrún Jónsdóttir sendi
Subject: [Felfel] Sprauturnar
 
Ég var að tala við heilsugæslustöðina út af sprautum. 
 Þetta gildir fyrir Kenya:
 
Hepatitis A og B ( lifrarbólga ) Þarf að byrja strax.
Yellow fewer (mýgulusótt)
Polio ( lömunarveiki, ef fólk hefur ekki endurnýjað ) 
Diphtheria ( barnaveiki ) 
Tetanus ( stífkrampi ) 
Meningitis ( 3 stofnar, heilhimnubólga ) 
Typhus ( taugaveiki ) 
Malarían tekin inn einu sinni í viku og byrja í vikunni áður en við förum sem kom fram á blaðinu okkar að ég held.
 
 Eins gott að fara að byrja á þessu en sjálfsagt eru ekki allir svona miklir sauðir eins og ég sem er að athuga þetta fyrst núna. Ef það skyldi nú samt vera, veitir kannske ekki af að minna á þennan lista. Þetta kostar ca. 25 þús. en læknirinn varaði fólk við að spara sér sprautur því það getur kostað miklu meira ef við verðum alvarlega veik. T.d. yellow fever sem er ekki skylda inn í landið en þú færð ekki að fara út úr landinu nema geta sýnt fram á að þú sért bólusettur.
 
 Bestu kveðjur,
 Guðrún
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
2. júní 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel]  Kenýa - greiðslur o.fl.
 
Vona að allir séu búnir að ganga frá greiðslum eða samningum um greiðslur við Úrval-Útsýn v/flugs. Ég er búin að skrifa Steinþóru hjá ÚÚ en hef ekki fengið svar. MS-stelpurnar eru hættar við að fara með okkur og það hefur enginn skráð sig í þeirra stað, ef þið vitið um kennara sem hefur áhuga á að fara með okkur endilega látið hann/hana hafa samband sem fyrst.
 
Varðandi greiðslur þá þarf að greiða til mín fyrir 1. júlí n.k. eftistöðvar af ferðinni, fararstjórn, hótel, mat o.fl. heildarkostnaður kr. 110 þúsund - inná þennan hluta höfum við fengið kr. 40 þúsund frá endurmenntun þ.e. þau okkar sem eru í félagi framhaldsskólakennara. Flestir hafa greitt staðfestingargjald kr. 25 þúsund sem dregst einnig frá. Hjá þessum eru eftirstöðvar kr. 45 þúsund. Makar fá ekki styrk og er heildarkostnaður pr. mann kr. 110 þúsund en frá dregst auðvitað staðfestingargjaldið kr. 25 þúsund. Reikn.númer félagsins er 0513-26-406628, kt. 701182-0229.
 
 Minni ykkur líka á að panta sprautur og fá sprautukort - við fáum ekki að fara inn í landið nema hafa sprautukort. Hægt er að fara á Heilsuverndarstöðina í Reykjavík eða til heimilislækna.
 
 Ég heyrði í Elínu og Borgari í dag og þau buðust til að halda einn fund með okkur ef við höfum áhuga - gott væri að heyra frá ykkur. Fundur verður ekki haldinn ef þátttaka er mjög léleg en þið getið alltaf haft samband beint við Elínu eða Borgar - netföngin þeirra eru  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringt getið í síma 690-1665.
 
 Að lokum þá hef ekki fengið upplýsingar frá öllum um númer á vegabréfinu - þau ykkar sem ekki hafa sent mér þær upplýsingar endilega komið þeim til mín sem fyrst.
 
 Ef þið hafið einhverjar spurningar - hikið ekki við að hafa samband.
 
 Kær kveðja
 Björk
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
22. maí 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel] Kenýa
 
Minni ykkur á að staðfesta flugið hjá Steinþóru í Úrval-Útsýn, þetta þarf að gera strax. Vona að allir sem sóttu um styrkinn í KÍ og fengið þau gleðilegu tíðindi um 70 þúsund króna styrk til okkar.
 
 Einnig þarf að minna á að senda til mín upplýsingar um nr. á vegabréfi og gsm-númer.
 
Kær kveðja
 Björk
 
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
9. maí 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel] Enn og aftur upplýsingar varðandi kostnaðinn
 
Heildarkostnaðurinn núna er 238.260 krónur. Skiptist þannig:
 
1. Námskeiðið; greiðist inná reikn. félags félagsfræðikennara:
  • 110.000 - fyrir leiðsögn (innlendir og íslenskir) gisting, matur, ferðir o.fl.
  •  -40.000 - frá dregst styrkur frá Endurmenntun HÍ
  • 70.000 - Eftistöðvar
  • -25.000 - staðfestingargjald greiðist inná reikn. félagsins fyrir 5. maí
  • 45.000 - sem greiða þarf inná reikn. félagsins fyrir 15. júlí n.k 
2. Flugið greiðist til Úrval-útsýn c/o Steinþóra:
  • 89.900 - Kenya flug  
  • 38.360 - Kef-Lon, Lon-Kef  
  • 128.260  
Svo er Jón Ingi búinn að afskrá sig.
 
Kær kveðja
Björk
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
26. apríl 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel] Staðfestingar og fleira
 
Námskeið, gisting, matur, ferðir o.fl.:
Staðfestingargjald kr. 25.000 fyrir 5. maí n.k. skal greiða inná reikn. félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum, kt. 701182-0229 - reikn. 0513-26-406628. Eftirstöðvar kr. 45 þúsund skal greiða inná sama reikn. fyrir 15. júlí. 
 
Flugið:
Steinþóra - Úrval-Útsýn sími 585-4000. Þessi ferð er skráð sem kennaraferð til Kenýa hjá henni. Miðað er við að búið sé að greiða staðfestingargjald fyrir 1. maí. Hægt er að greiða flugið með kreditkorti. 
 
Frekari upplýsingar um flugið - Helga Sigríður MR pantaði flug til og frá London á netinu þ.s. það er ódýrara - hérna koma upplýsingar frá henni:
 
 "... búin að panta flug á netinu sem er um 10.000 kr ódýrara á mann. Að vísu þurfum við þá að bíða allan daginn í London á leiðinni heim og spurning hvort það verði nokkuð ódýrara þegar upp er staðið!!!
 
 Við bókuðum á netinu hjá icelandair.is:
 4. ág. brottf. frá Keflavík 7:45 koma í London 11:45
 13. ág brottf. frá London 21:10 koma í Keflavík 23:10
 verð 23.100 + skattar og gjöld = ca. 29.000
 Flogið er með Icelandair á Heathrow svo það þarf ekki að skipta um flugvöll.
 
 Með kveðju Helga Sigríður"
 
 Kveðja. Björk
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
14. apríl 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel] Kenýa - flugfargjöld
 
Sæl aftur 
 
Ég var að tala við Steinþóru og listinn frá mér hafði ekki borist til hennar þ.e. upplýsingar sem ég sendi til hennar þann 12. apríl. Hún hefur nú fengið nafnalista frá mér og bókar okkur á morgun - þannig að það er hægt að greiða flugið hjá henni á morgun. Við erum ennþá að skoða London-legginn þ.e. keflavík-london og til baka. Sá leggur kostar um 39 þúsund á mann sem er nokkuð hátt - Steinþóra er að vonast til þess að við getum lækkað þetta eitthvað en svo er náttúrulega sá möguleiki fyrir hendi að hver og einn bóki sig á netinu til London (sem er ódýrara). Ég ætla því að greiða á morgun ferðina mína frá London til Kenýa (og vonandi til baka aftur!) og bíða aðeins með London-legginn. 
 
Það verður að vera búið að staðfesta flugið með greiðslu fyrir 1. maí þ.e. að greiða inná flugið 16 þúsund krónur - annars eru nöfnin tekin af listanum ...
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
Subject: [Felfel] Reikn. númer v/Kenýa
 
Sæl öll
 
Ég fékk upplýsingar um erfiðleika með að millifæra inná reikn. félagsins vegna staðf.gjalds.
 
 Hérna er reikn. númerið 513-26-406628, kt. 701182-0229 - þetta á að vera rétt. Endilega látið mig vita ef þetta gengur ekki.
 
 kv. Björk
 
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
12. apríl 2005: Upplýsingar frá Björk
Subject: [Felfel] Námsferð til Kenýa í sumar - upplýsingar um styrki o.fl.  
 
Heil og sæl
 
Ég talaði við Hrafnhildi hjá kennarasambandinu í morgun. Við eigum að sækja um í B-deild vísindasjóðs félags framhaldsskólakennara. Þar getur allt nám sem ekki telst hluti af réttindanámi verið styrkhæft. Þið þurfið að tilgreina til hvers styrkurinn er. Ég er búin að senda henni upplýsingar um námskeiðið þannig að þið segið að þetta sé vegna námskeiðs - Félagsfræði þróunarlanda og vísið í gögn frá mér. Greiðslur fara að jafnaði fram eftir á gegn framvísun reikninga. Til dæmis væri hægt að greiða flugið (Úrval-Útsýn c/o Steinþóra  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 585-4000) með kreditkorti núna og leggja inn reikninga í B-deildina. Ég er búin að senda Steinþóru nafnalista og kennitölur þeirra sem búnir eru að skrá sig. Ég þyrfti að fá að heyra frá ykkur sem fyrst varðandi maka sem ætla með í ferðina.
 
Athugið að úthlutað er úr B-deildinni tvisvar á ári. Umsóknarfrestur rennur út núna 30. apríl n.k. Umsóknareyðublað finnið þið á vefnum www.ki.is -  endurmenntun - framhaldsskólar. Umsóknareyðublaðið er á pdf-sniði sem þarf að prenta út, fylla út og senda til Kennarasambandsins.  Muna fyrir 30. apríl n.k.
 
Greiðslur eru eins kom fram á kynningarfundinum: 
Flugið skal greiða til Úrval-Útsýn c/o Steinþóra 
Námskeiðið (kennsla, fararstjórn), gisting, matur (sjá dagskrá), ferðir í jeppum milli staða kostar kr. 110 þúsund. Inná þann kostnað kemur styrkur endurmenntunar kr. 40 þúsund pr. mann sem rétt hefur á styrk úr sjóðnum - eftirstöðvar eru 70 þúsund krónur.  
 
Staðfestingargjald skal greiða fyrir 5. maí n.k. - kr. 25.000 inná reikn. Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum. Reikn.númerið er 0537-26-406628, kt. 701182-0229. Athugið að setja nafn ykkar í skýringatexta og helst að senda afrit af innleggi í tölvupósti til mín This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Staðfestingagjaldið er til þess að klárt sé hverjir fara með og ég getið "lokað" skráningu hjá endurmenntun. 
 
Meðfylgjandi er líka listi (að neðan) yfir útbúnað sem lá frammi á kynningarfundinum. 
 
Ef þið hafið einhverjar spurningar - hikið ekki við að hafa samband. Vona að ég hafi ekki gleymt neinu! Læt ykkur vita ef það er hægt að kría út peninga úr einhverjum feitum sjóðum:) 
 
Kærar kveðjur 
Björk 
 
Búnaður fyrir ferð:
 
Til viðmiðunar
1.Sandalar 
2.lokaðir skór td strigaskór eða léttir gönguskór
3.3-4 pör af sokkum
4.Nærfatnað eins og þurfa þykir
5.1 stk hlýja peysu td flís peysu
6.2 skyrtur úr td bómull eða gallaefni 
7.3 stuttermaboli . ATH. Það er hægt að láta þvo af sér á mörgum þeim stöðum sem að við dveljum á fyrir lítið fé. 
8.Regnúlpu
9.Bakpoka eða ferðatösku sem má þola hnjask ATH: vinsamlegast miðið við eina ferðatösku eða bakpoka á mann + “dagpoka”. 
10.Lítinn “dagpoka” til að geyma td myndavél ,dagbók oþh
11.Filmur
12.Dagbók
13.Síðar buxur 
14.Sólgleraugu
15.Sólarvörn
16.Flugnaeitur
17.Stuttbuxur
18.Innanklæðaveski
19.Sólhattur
20.Vasaljós 
21.Vegabréf ( sem rennur ekki út innan 6 mánaða) 
22.Sprautuvottorð
23.Vasapeningur getur miðast við uþb 20 $ á mann á dag lágmark . En það fer eftir hversu mikið hver og einn vill nota í minjagripi ofl . 
24.GOTT SKAP
 
Mikilvægt fyrir ferð:  
 Fáið upplýsingar hjá heimilsilækni eða Heilsugæslu Reykjavíkur hvaða lyf þarf að fá. Sprautur þarf að gefa með nokkura vikna fyrirvara . Leitið eigi seinna en 5 vikum fyrir brottför til læknis. Munið að taka með sprautuvottorð í ferðina til Afríku. Læknir getur ráðlagt hvaða malaríuvarnir henta viðkomandi. Athugið með ferðatryggingu. Verið viss um að trygging dekki allan kostnað ef veikindi eða slys ber að höndum. 
 
 
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 
7. apríl 2005: Bréf frá stjórn félagsins
 
Bréf frá stjórn félagsins, m.a. um ferðakostnað: Word-skrá