Tilkynningar


  • Fundur og dagskrá
    [29. maí 2002]
     
    Dagskrá hefur verið send út á þátttakendur og birt hér á vefnum. Fundur með þátttakendum er boðaður á Lækjarbrekku á fimmtudag 30. maí kl. 17:00.
     
     
    ======================================== 
     
  • Lokaútkall
    [6. maí 2002 Garðar]
     
    Sælir félagar
     
    Þá eru verð komin á hreint. Hótelreikningurinn fyrir allan hópinn er rúmlega 800.000 - endurmenntunarstyrkurinn fer allur upp í þann kostnað. Flugfar með flugvallasköttum, bókunargjaldi og forfallatryggingu eru 50.000 sléttar. Þú varst búinn að borga staðfestingargjaldið inn á þá upphæð þannig að eftir stendur 36.000 krónur. Þú þarft að leggja út fyrir því ef ég man rétt þá verður KÍ styrkurinn ekki afgreiddur fyrr en þú ert búin(n) að fara í ferðina og getur framvísað reikningum á móti honum. Þeir sem eiga rétt á honum geta reiknað með a.m.k.50.000 krónum.
     
    FAQ
     
    Hvað næst?
    Best er að borga með Euro eða Visa, því þá á ferða og slysatrygging að fylgja með. Sendu Hjördísi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. kortanúmerið þitt og gildistíma (ásamt því hvort kortið þú notar). Ef þú notar peninga þá verður þú að leggja upphæðina, kr. 36.000, inn á reikning félagsins. Hann er í Íslandsbanka, og númerið er: 513-26-406628. Nafnúmer félagsins (það er rétt núna) er: 701182-0229.
     
    Hvernær þarftu að vera búin(n) að gefa upp kortanúmer/ borga?
    Í síðasta lagi miðvikudaginn 8 maí!
     
    Af hverju þarf þetta að fara í gengum Hjördísi?
    Vegna þess að ferðin er skipulögð sem hópferð og því verður fulltrúi félagsins að vera milligöngumaður við Flugleiða.
     
    Hvað með tryggingar?
    Tryggingar eru yfirleitt innifaldar fyrir þá sem greiða visst hlutfall af ferðinni með korti. Þú getur kynnt þér tryggingarskilmála með því að hringja í Euro/Visa. Þar sem félagði greiðir hótelkostnaðinn með Endurmenntunarstyrknum þá fer öll upphæðin sem þú greiðir með kortinu þínu beint inn á flugfarsreikninginn. Það á að duga.
     
    Hvað með þá sem borga með peningum?
    Þeir verða sjálfir að hafa samband við tryggingarfélag og kaupa ferða- og slysatryggingu þar.
     
    Hvað með dagskrá?
    Bandaríska sendiráðið hefur enn ekki fengið svör frá þeim stofnunum sem það hafði samband við í tengslum við heimsókn okkar. Við höfum samt sett saman drög að dagskrá - og munum senda hana til þína mjög fljótlega. Hún ætti að standast í öllum aðalatriðum, þ.e.a.s. heimsókn í Sameinuðu þjóðirnar o.fl.
     
    Hvað með veðrið/verðið?
    Það verður gott allan tímann. Íslenska krónan hefur styrkst gagnvart dollara - sem þýðir að bjórinn er á hagstæðari verði (fyrir þá sem hafa áhuga á slíku) en áður.
     
    Fyrir hönd fararstjórnar,
    Garðar Gíslason
     
     
    ======================================== 
     
  • Nú er komið að því að borga ferðina til New York
    [6. maí 2002 Garðar]
     
    Sælir félagar
     
    Á morgun munum við senda upplýsingar um endanlegt verð á ferðinni. Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi á morgun, þriðjudag 7. maí, eða miðvikudag 8. maí. Á fimmdudag, 9.maí, er frídagur og greiðslur verða að hafa borist fyrir þann tíma. Best er ef þið getið borgað með Visa eða Euro, því ef greitt er með korti þá er yfirleitt innifalin ferða- og slysatrygging. Þetta þurfið þið hins vegar að kanna sjálf.
     
    Sendu Hjördísi Euro/Visakortnúmerið þitt ásamt gildistíma á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þeir sem ekki hafa kort geta lagt upphæðina inn á bankareikning félagsins.
     
    ATH - ENDANLEGT VERÐ KEMUR Á MORGUN 7. MAÍ ÁSAMT NÚMERI Á BANKAREIKNINGI FÉLAGSINS. ÞAR SEM ÞETTA ER HÓPFERÐ VERÐUR ALLT AÐ GANGA Í GENGUM FÉLAGIÐ.
     
    Fararstjórnin, Garðar, Hjördís og Lóa
     
     
    ========================================  
     
  • Styrkumsóknarfrestur
    [30. apríl 2002 Hjördís]
     
    Sæl og blessuð
     
    Í dag rennur umsóknarfrestur út hjá Endurmenntunarsjóði Bdeild F-deildar hjá Kennarasambandi Íslands. Bent skal á að alls ekki er tekið við umsóknum sem koma eftir daginn í dag. Senda má umsóknareyðublað í pósti eða faxa það til KÍ. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu KÍ.
     
    Bestu kveðjur, Hjördís
     
     
    ========================================  
     
  • Þeir sem fara út á undan
    [29. apríl 2002 Garðar]
     
    Heil og sæl.
     
    Viðbrögð við beiðni stjórnar um þátttakendur sem eru tilbúnir að fara til New York 2.júní, degi á undan aðalhópnum voru mjög góð - töluverður hópur lýsti yfir áhuga sínum á að "fórna" sér. Út af niðurröðun á hótelherbergi þurftum við 4 karla og 4 konur. Þeir sem fara út á undan eru:
     
    Björk Þorgeirsdóttir
    Garðar Gíslason
    Helgi Gunnlaugsson
    Jón Ingi Sigurbjörnsson
    Margrét Jónsdóttir
    Sigurgeir Guðjónsson
    Steingerður Hreinsdóttir
    Valgerður Halldórsdóttir  
     
    Bestu kveðjur
    Garðar
     
     
    ========================================  
     
  • Fleiri bætast í hópinn o.fl.
    [24. apríl 2002 Garðar]
     
    Sælir New York farar
     
    New York er hátt skrifuð hjá félasmönnum - aðsóknin í ferðina hefur verið með ólíkindum. Upphaflega stóð til að fara með 20 manna hóp út, en nú þegar hafa 29 manns lýst yfir áhuga á að komast með. Stjórinni var því nokkur vandi á höndum - spurningin var að fara með niðurskurðarhnífinn á umsóknir - eða að hleypa öllum með. Síðari kosturinn var valinn.
     
    Við áttum pöntuð 20 sæti til New York 3. júní - og fullt er í það flug. Við fengum 6 sæti í vél sem fer 2. júni og unnið er að því að fá tvö sæti til viðbótar þann dag. Hópurinn fer hins vegar saman heim 10. júní. Nú köllum við eftir 8 sjálfboðaliðum sem vilja fara út 2. júní. Félagið myndi taka á sig hótelkostnað fyrir þessa átta eina nótt.
     
    Upphaflega fékk félagið 800.000 króna styrk til fararinnar - og ef hópurinn hefði haldist í 20 manns, þá hefði styrkupphæð verið 40.000 krónur á einstakling. Nú er ljóst að vegna fjölda þátttakenda og ýmiss konar annars kostnaðar, þá mun sú upphæð lækka eitthvað. Félagið stefnir þó að því að styrkir til félagsmanna komi til með að duga fyrir flugfari og gistingu í New York. Í framhaldinu viljum við í stjórninni ítreka að umsóknarfrestur til að sækja um styrk úr Endurmenntunarsjóði Kennarasambands Íslands B deild F-deildar (Framhaldsskóladeild) er 30 apríl. Umsóknareyðublað er að finna á  heimasíðu KÍ. Það má vísa í að dagskrá og staðfesting á þátttöku verði send frá Félagi félagsfræðikennara og við höfum áætlað heildarkostnað vegna ferðarinnar um 100.000 kr.
     
    Hjördís hefur tekið að sér samskiptin við Flugleiðir, en það þarf að greiða upp ferðina í síðasta lagi 6. maí. Við munum senda út tilkynningu um hvernig það fer fram fljótlega. Þetta er nokkuð flókið mál þar sem við förum í ferðina sem hópur en ekki einstaklingar. Huga þarf að forfallatryggingum á flugmiða, það er 1000 krónur og mun væntanlega leggjast ofan á verð flugmiðans (fyrir þá sem þess óska). Þið ættuð einnig að huga að eigin tryggingum og gæta vel að því að þær séu allar í lagi. Það ku vera dýrt að fótbrotna í New York. Eins er mikið atriði að vegabréfið sé ekki útrunnið þegar í ferðina er farið.
     
    Fararstjórar í ferðinni verða þrír, þau:  
     
    Garðar Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (VMA/MK)
    Hjördís Þorgeirsdóttir  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (MS) og
    Lóa Steinunn Kristjánsdóttir  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (MS).  
     
    Við viljum eindregið hvetja félagsmenn um að leika sér svolítið á Netiu - og hjálpa okkur að finna áhugaverða staði sem hægt/vert væri að skoða á milli eða eftir heimsóknir í stofnanir. Ef þið hafið einhverjar spurningar, þá er bara að senda þær á okkur.
     
    Þetta skeyti er eingöngu sent á þá sem eru skráðir í ferðina. Vinsamlegast sendu undirrituðum staðfestingu á að þú hafir mótttekið þetta skeyti.
     
    Bestu kveðjur
    Garðar Gíslason,
    sími: 525 4447
     
     
    ========================================  
     
  • Umsókanrfrestur í Endurmenntunarsjóð
    [22. apríl 2002 Hjördís]
     
    Sæl
     
    Ég vil minna New York fara á að umsóknarfrestur til að sækja um styrk úr Endurmenntunarsjóði Kennarasambands Íslands B deild F-deildar (Framhaldsskóladeild) er 30 apríl. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu KÍ, http://ki.is/endurmenntun_B-F_umsokn.htm.
     
    Það má vísa í að dagskrá og staðfesting á þátttöku verði send frá Félagi félagsfræðikennara og við höfum áætlað heildarkostnað vegna ferðarinnar um 100.000 kr.
     
    Bestu kveðjur,
    Hjördís
     
     
    ========================================  
     
  • Staðfestingargreiðsla, leiðrétting ...
    [9. apríl 2002 Garðar og Hjördís]
     
    Sælir félagsmenn
     
    Eitthvað hafa númer skolast til - því reikningsnúmerið sem ég gaf upp er á eitthvað sem heitir HEBRON - og ekki viljum við að peningarnir fari þangað! Kennitala félagsins okkar er: 701182-0229. Bankinn er ÍSLANDSBANI - útibú Lækjargötu: 513 - 26 - 40 66 28.
     
    Ef þið notið netbankann þá verðið þið að gæta vel að því að nafn ykkar komi fram á innlegginu, því annars veit enginn hver það var sem greiddi inn á reikninginn.
     
    Magnús Gísla er búinn að setja upplýsingar um New York ferðina inn á heimasíðu félagsins. Til að komast inn á félagssíðuna notið þið lykilorðið felfel og ýtið svo á ok en ekki enter.
     
    Nú fer New York rútan að rúlla á fullri ferð hjá okkur og ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður gaman í ferðinni. Það kom upp hugmynd að skoða Frelsisstyttuna, fara í svertingjamessu, skoða Central Park - fyrir utan það sem þegar var komið á dagskrá hjá okkur (skólar, fjölmiðlar, Sameinuðu þjóðirnar m.m.).
     
    Ég ítreka enn og aftur að ef þú ert ekki búin(n) að fylla út spurningarblaðið frá bandaríska sendiráðinu og senda það á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þá verður þú að gera það strax. Það sama gildir um innleggið upp á 14.000 krónur sem Flugleiðir krefjast (og þú leggur inn á bankareikning félagsins). Innleggið staðfestir að þú ætlir með - og þú hefur tvo daga til þess.
     
    Með New York kveðjum
    Garðar og Hjördís
     
     
    ========================================  
     
  • Staðfestingargreiðsla ...
    [9. apríl 2002 Garðar Gíslason sími: 525 4447]
     
    Heil og sæl
     
    Þá er ég búinn að búa til sér póstlista fyrir okkur New York farana. Við Hjördís áttum góðan fund með fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu áðan, nú er undirbúingur kominn á fullt skrið. Enn eiga nokkrir eftir að senda inn spurningalista, en sendiráðið krefst þess að allir sendi inn umbeðnar upplýsingar áður en þeir blanda sér í ferðina okkar. Ég er búinn að senda á flesta - og sendi líka út á póstlista félagsins, en þar vantar nokkur nöfn og það er útskýringin ef þú hefur ekki fengið spurningarlista sendann í viðhengi fyrr en nú.
     
    Svo var það flugfarið. Við þurfum að greiða 14.000 krónur hvert til staðfestingar ferðinni - og áttum reyndar að vera búin að því. Í dag er þriðjudagur 9. apríl og ég ætla að biðja ykkur um að leggja umbeðnar krónur inn á bankareikning félagsins, sem er: XXXXX innan tveggja daga - það er að segja í síðasta lagi á fimmtudag. Kennitala félagsins er: 711291-2109.
     
    Innborgunin er staðfesting á því að þið ætlið með. Hjördís mun síðan greiða þetta til Flugleiða á föstudag. Vinsamlegast sendu mér tölvupóst um leið og þú ert búinn að greiða upphæðina inn á reikning félagsins, svona til öryggis og utanumhalds.
     
    Nú eru 26 þátttakendur búnir að skrá sig - upphaflega var gert ráð fyrir að hópurinn yrði um 20 manns. Styrkur endurmenntunar miðaði við þá tölu og því er styrkur á hvern þátttakanda örlítið lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. Ég skal muna að senda ykkur aftur kostnaðaráætlanir - geri það vegna þeirra sem ekki hafa verið skráðir á póstlista félagsins.
     
    Ef þið hafið einhverjar spurningar, þá sendið þær til mín eða Hjördísar  
     
     
    ========================================  
     
  • Skráningu lokið ...
    [8. apríl 2002 Garðar Gíslason]
     
    Sælir félagar
     
    Skráningu fyrir New York ferðina lauk 2. apríl. Þá höfðu 27 skráð sig, en upphaflega var gert ráð fyrir 20 manna hóp. Svo kann að fara að það þurfi að velja á milli manna, en Endurmenntun hefur sérstakar vinnureglur í því sambandi. Ef eitthvert ykkar sem búið er að skrá sig sér fram á að geta ekki komið með, þá væri mjög gott að fá upplýsingar um það hið snarasta!
     
    Við Hjördís erum að fara á fund á morgun með fulltrúa frá stofnun Vilard Fiske frá Bandaríska sendiráðinu, en sú stofnun mun verða okkur innan handa við skipulagningu ferðarinnar. Ef þið hafið einhverjar sérstakar óskir um dagskrá í New York, þá væri mjög gott að fá þær núna.
     
    Af þeim 27 sem hafa skráð sig á New York hafa 17 fyllt út spurningarlistann sem ég sendi fyrir páska. Bandaríska sendiráðið er farið að ýta á eftir okkur með að fá listann útfylltan - og ef þú átt eftir að fylla hann út, þá verður þú að gera það strax!
     
    Ekki meira að sinni....
     
     
    ========================================  
     
  • Upplýsingar frá stjórn félagsins.
    [1. apríl 2002]
     
    Í haust sendi stjórnin út fyrirspurn á póstlista félagsins um hvort áhugi væri fyrir náms- og kynnisferð til New York. Viðbrögð við fyrirspurninni voru góð:  

    Alþjóðleg samskipti í New York

    Í haust sendi stjórnin út fyrirspurn á póstlista félagsins um hvort áhugi væri fyrir náms- og kynnisferð til New York. Viðbrögð við fyrirspurninni voru góð og því ákvað stjórnin að hefja undirbúning ferðarinnar. Hámarks þátttakendafjöldi er 20 manns. Náms- og kynnisferðin er skipulögð í samvinnu við Samstarfsnefnd um endurmenntun framhalds­skólakennara. Ferðin verður farin dagana 3.-10. júní 2002.

    Dagskrá námsferðarinnar verður í grófum dráttum eftirfarandi: 

    1.  Heimsókn í Sameinuðu þjóðirnar

    2.  Heimsókn í framhaldsskóla í New York

    3.  Heimsókn til fjölmiðlafyrirtækja

    4.  Heimsóknir í söfn og á stofnanir

    (Birt með fyrirvara um breytinar).

    Skipulag

    Búið er að hafa samband við stofnun Villard Fiske sem er upplýsingaskrifstofa Bandaríkjanna hér á landi og biðja um aðstoð við að skipuleggja náms- og kynnisferðina. Sú stofnun er sambærileg við US information service, en sú stofnun sá um að skipuleggja fyrir okkur ferðina til Washington D.C. árið 1993. Enn hefur ekki borist svar frá þeim, en við eigum von á að það berist innan tíðar.

    Margrét Jónsdóttir í Kvennaskólanum ætlar að vera okkur innan handar við skipu­lagningu heimsóknar til Sameinuðu þjóðanna, en dóttir hennar og tengdasonur starfa þar.

    Verð

    Flug- og gistikostnaður er kr. 70.000. Við þennan kostnað bætist kostnaður vegna uppihalds og ferða í New York.

    Styrkir

    Félagið hefur fengið 800.000 króna styrk frá Samstarfsnefnd um endurmenntun framhalds­skólakennara, sem skiptist á milli þátttakenda. Ef þátttakendur verða 20 þá nemur styrkurinn 40.000 krónum á mann.

    Einnig geta kennarar sótt um styrk til F deildar Endurmenntunarsjóðs Kennarasambands Íslands (B-deild). Gera má ráð fyrir 50.000 króna styrk fyrir þá sem ekki hafa nýtt hann nú þegar (sjá reglur og umsóknareyðublöð á heimasíðu K.Í.).

    Skráning

    Margir hafa nú þegar lýst áhuga á að taka þátt í ferðinni og eru skráðir hjá stjórninni (Garðari). Það er hins vegar ekki nóg. Þeir sem vilja tryggja sér sæti í ferðina verða að skrá sig formlega hjá Endurmenntun H.Í. sem allra fyrst. Ástæðan er sú að ekki er hægt að bóka flug né hótel nema nafnalisti yfir þátttakendur liggi fyrir, en óðum er að fyllast í flug og hótel á þeim tíma sem ferðin er fyrirhuguð.

    Hægt er að sækja formlega um þátttöku á námskeiðinu, sem ber yfirskriftina Alþjóðleg samskipti í New York, á eftirfarandi hátt:

    1.     Með rafrænum hætti (umsóknareyðublað á Netinu).

    2.      Skráning er á þar til gerðum eyðublöðum (í námskeiðsbæklingi Endurmenntunar H.Í.) og sem senda skal til Endurmenntunar. Einnig má skrá sig í gegnum síma hjá  Guðrúnu Lárusdóttur, sími 525 5296 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

    Gisting

    Hópurinn mun gista í þriggja/fjögurra manna herbergjum á hótel Beacon, sem er á Broadway og 75 stræti.

    Áríðandi er að þið skráið ykkur sem fyrst!

    Bestu kveðjur
    Stjórnin
    Garðar, Hjördís, Hannes.

     
     
    ======================================== 
     

  • Eyðublað sem þarf að fylla út. 
    [26. mars 2002]
     
    Nú eru 23 komnir á lista yfir þá sem ætla með til New York. Stjórnin hefur verið í samskiptum við upplýsingaþjónustu bandaríska sendiráðsins, en þeir koma að skipulagningu námsferðarinnar með okkur. Í Word-skránni eru upplýsingar sem New York fararnir verða að fylla út og það sem allra allra fyrst. Sendu skal svo svörin í viðhengi (eða beint sem tölvupóst) á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.